Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1952, Qupperneq 51

Náttúrufræðingurinn - 1952, Qupperneq 51
RITSTJÓRARABB 191 Heinabergi austm ,1 Almannaskarð (efalítið tiíi þau austur í Lón) sýnir, að hér er ekki um neina smájökla að ræöa. Ég er sömu skoðunar og Jón, að lögin gcti vart verið yngri en frá Tertier, og mér virðist, að ekki meira rannsökuðu máli, mögulegt, að þau séu frá byrjun Tertíer og bafi myndazt áður en hlýna tók fyrir alvöru á Eócen. í því sam- bandi vildi ég benda á, að þursaberg frá byrjun Tertfer, sem af myndum að dæma er ekta jökulberg, hefur fundizt í vesturhluta Bandaríkjanna, bæði í Washingtonríki og Colorado, það lágt yfir sjó, að um myndun stórra jökla virðist liafa verið að ræða. Jökulmenjar frá svipuðum tíma bafa fundizt í Astralíu og víðar. Þessar jökulmenjar eru ekki svo margar, að hægt sé að tala um ísöld í byrjun Tertfer, en kuldaskeið á þeiin tfma gctur hafa haft mjög afdrifaríkar afleiðingar um þróun dýralífsins. Hefur [rví verið haldið fram, að þetta kuldaskeið, sem kom cftir hið hlýja Krítartímabil, hafi valdið því, að hinar hárlausu eðlur með bálfköldu blóði, sem settu svo mjög svip á miðöldina, dóu út í byrjun Tertíer, en við tóku fiðraðir fuglar og hærð spendýr með heitu blóði, er betur þoldu þetta kuldakast. * í haust hafa dagblöðin flutt þær fregnir, að nú sé minkurinn kominn í Eyjafjörðinn og c. t. v. austur fyrir Vaðlahciði. Síðasta áratuginn hefur minkurinn lagt undir sig nýja sýslu næstum árlega, og enn er þó eins og það komi ýmsum á óvart í hvert skipti sem fréttist um hann f héraði, sem hann hefur ekki plágað áður. Það er sárgrætilegt, hvllíks andvaraleysis og uppgjafarháttar gætir í viðbrögðum okkar við útbreiðslu þessa meindýrs, sem illu heilli var flutt inn í landið þvert ofan í viðvaranir náttúrufræðinga. Mér þykir ekki ólíklcgt, að innflutningur minksins verði einhvern tíma talið eitt hið mesta óhappaverk, sem unnið hefur verið hér á landi á fyrri hluta tuttugustu aldar- innar. Sá ólánsmaður, sem mesta sök átti á þessu, hefur e. t. v. einhverja afsökun í sinni miklu fáfræði um afleiðingu þess verks, sem hann var að vinna. Hefði hann þó, með tilliti til sinnar fáfræði, mátt tala af meiri hæversku um þessi mál. En enga af- sökun hefur hann eða aðrir, scm haldið liafa áfram að berjast fyrir tilverurétti minks- ins hérlendis löngu eftir að öllum átti að vera orðið ljóst, hvílíkur vágestur þetta cr. Það er hart, að það skuli hafa þurft mörg þing til að koma saman lögum, er bönnuðu minkaeldi, og þegar þingmenn loks drögnuðust til að samþykkja slík lög, þurftu þeir endilega að hnýta í þau ákvæði um, að ala megi hér minka í allt að fimm ár, eftir að lögin koma lil framkvæmda, þ. e. til ársins 1956. Og ennþá hafa ekki verið gerðar neinar raunhæfar ráðstafanir til að útrýma kvikindinu. Einn maður berst þar góðri baráttu. Það er Dani. íslendingar horfa á með hendur í vösum. Hundar þeirra gjamma í hlaðvörpunum og elta bfla, cn kunna ekki að fanga mink. Mætti ekki venja einhverja af þessum hundum, sem aldir eru upp til cinskis gagns — þeir kunna fæstir að smala fé — til að veiða mink? Nokkrir góðir veiðihundar í hverri sveit myndu geta haldið minknum nokkuð í skefjum. Og ég tel líklegt, að stöðva hefði mátt útbreiðslu minksins í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum, skógvana, hraunvana og vetrarköldum, ef einhver vilji hefði verið fyrir hendi. En ég bið fyrir Þingeyingum og þá einkum Mývetningum, þegar minkurinn kemst í þeirra hraun- og hitasvæði. Gætu ekki ungmennafélög úti um land skorið upp herör gegn minknum og vakið stjórnarvöldin. Náttúrufræðinga hlusta þau ckki á. Eða verður beðið þangað til minkurinn hefur eytt að mestu fugla- lífinu, einhverjuin mesta yndisauka okkar lands, og fer að útrýma laxi og silungi. Þá scgir buddunnar lífæð kannske til sfn, þótt önnur rök dugi ekki.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.