Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 22
Sigurður Þórarinsson: Myndir úr jarðfrœði íslands I Toppgígur Heklu Ýmsar breytingar urðu á Heklu í síðasta gosi, en sú, sem er mest áberandi, er myndun þess gígs, er nú myndar hátind fjallsins. Þessi gígur hefur hækkað fjallið meira en 50 metra eða úr 1447 m í röska 1500 m, og breytt svip fjallsins verulega. Séð þvert á stefnu Heklu- hryggsins, t. d. úr Þjórsárdal eða af Tindfjallajökli er prófíll fjallsins ekki eins reglulega boglaga og áður, en séð í sprungustefnuna, t. d. frá Heklu, er keilulögun fjallsins enn meira áberandi en áður. Hér skal í stórum dráttum rakin myndunarsaga Toppgígsins. Er Hekla tók að gjósa eftir rúmlega aldarhvíld, að morgni hins 29. marz 1947, byrjaði gosið, að því er bezt er vitað, rétt norðan í hátindi fjallsins, en innan stundar rifnaði fjallshryggurinn að endi- löngu, svo sem venja er í stórum Heklugosum. Fyrstu klukkutímana var sprunga þessi eins konar eldgjá án einstakra giga, en þegar á fyrsta degi breyttist hún í gígaröð, og voru þaxrn dag og næstu virk- astir gígar á báðum öxlum fjallsins, en minna bar á gígnum í há- tindi þess. Þó voru sprengingar í honum af og til og þær mjög kröft- ugar. En er á leið fyrstu viku gossins, þögnuðu aðrir gígar fjallsins einn af öðrum, en gígurinn í hátindinum færðist heldur í aukana, og er vika var liðin frá byrjun gossins, voru þeir allir hljóðnaðir utan gígurinn í hátindinum og gígur einn mikill á suðvesturöxl fjallsins. Jarðfræðingar þeir, sem unnu að rannsóknum á Heklugosinu, nefndu þessa gíga sín á milli Axlargíg og Toppgíg, og hafa þessi nöfn festst við þá. Um miðjan apríl óx gosið í Toppgíg, og næstu vikurnar voru sprengingar í honum með að meðaltali 10—15 mínútna millibili. Lítil öskumyndun var í gígnum þessar vikur, en hann þeytti daglega upp hraunslettum og bombum, en púaði þó út dálitlu af ösku þess í milli. Hinn 30. apríl tókst okkur Pálma Hannessyni að komast upp á háhrygginn milli Axlargígs og Toppgígs. Þann dag var Toppgígur

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.