Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 22
Sigurður Þórarinsson: Myndir úr jarðfrœði íslands I Toppgígur Heklu Ýmsar breytingar urðu á Heklu í síðasta gosi, en sú, sem er mest áberandi, er myndun þess gígs, er nú myndar hátind fjallsins. Þessi gígur hefur hækkað fjallið meira en 50 metra eða úr 1447 m í röska 1500 m, og breytt svip fjallsins verulega. Séð þvert á stefnu Heklu- hryggsins, t. d. úr Þjórsárdal eða af Tindfjallajökli er prófíll fjallsins ekki eins reglulega boglaga og áður, en séð í sprungustefnuna, t. d. frá Heklu, er keilulögun fjallsins enn meira áberandi en áður. Hér skal í stórum dráttum rakin myndunarsaga Toppgígsins. Er Hekla tók að gjósa eftir rúmlega aldarhvíld, að morgni hins 29. marz 1947, byrjaði gosið, að því er bezt er vitað, rétt norðan í hátindi fjallsins, en innan stundar rifnaði fjallshryggurinn að endi- löngu, svo sem venja er í stórum Heklugosum. Fyrstu klukkutímana var sprunga þessi eins konar eldgjá án einstakra giga, en þegar á fyrsta degi breyttist hún í gígaröð, og voru þaxrn dag og næstu virk- astir gígar á báðum öxlum fjallsins, en minna bar á gígnum í há- tindi þess. Þó voru sprengingar í honum af og til og þær mjög kröft- ugar. En er á leið fyrstu viku gossins, þögnuðu aðrir gígar fjallsins einn af öðrum, en gígurinn í hátindinum færðist heldur í aukana, og er vika var liðin frá byrjun gossins, voru þeir allir hljóðnaðir utan gígurinn í hátindinum og gígur einn mikill á suðvesturöxl fjallsins. Jarðfræðingar þeir, sem unnu að rannsóknum á Heklugosinu, nefndu þessa gíga sín á milli Axlargíg og Toppgíg, og hafa þessi nöfn festst við þá. Um miðjan apríl óx gosið í Toppgíg, og næstu vikurnar voru sprengingar í honum með að meðaltali 10—15 mínútna millibili. Lítil öskumyndun var í gígnum þessar vikur, en hann þeytti daglega upp hraunslettum og bombum, en púaði þó út dálitlu af ösku þess í milli. Hinn 30. apríl tókst okkur Pálma Hannessyni að komast upp á háhrygginn milli Axlargígs og Toppgígs. Þann dag var Toppgígur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.