Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 9
SUÐRÆN SKÓGARTRÉ 55 húsgögn o. fl. Olíur eru unnar úr viðnum og margir söngvarar nota „Eucalyptus pillur“ við hæsi. Gúmítré, sem víða er ræktað í stof- um, telst til drekatrjánna og getur orðið stórvaxið i heimkynnum sínum. „Indverskt mahogny" eða vindlakassatré er áður nefnt. „Madeira-mahogny" er viður Tamarindetrésins. Sést, að æði margt er kallað mahogny. Rauðviður (Redwood) er viður risafuru Sequoia sempervir- ens), sem vex í strandhéruðum Kaliforníu og verður um 100 m á hæð. Kjarnaviðurinn er rauðleitur, léttur og mjög endingargóður, mikið notaður í byggingar, m. a. í þiljur og húsgögn vegna fagurs litar. — Indverskur rauðviður fæst af Kondariltrénu, sem vex þar eystra. Hann er fallegur harðviður, notaður í dýr húsgögn, þiljur o. fl. Hin fögru rauðu fræ trésins eru notuð sem kvenskraut. Brún- spónninn, sem hér var áður notaður í hrífutinda, er viður Per- mambuk-trésins (Caesalpina echinata) frá Suður-Ameríku. Er viður- inn stundum nefndur rauðtré og Brasilíutré. Viðurinn er notaður í skip, rennismíði og unnið úr honum litarefni. Rósatré er samnefni ýmissa viðartegunda, sem bera rósrauð- an lit, eða ilmar líkt og rósir. Vesturindía rósaviður hefur rósailm og er notaður til smíða og í reykelsi. „Polynesisk rósatré" frá Suður- hafseyjum og Afríku gefa líka rauðan, ilmandi við. Brasilíurósa- viður er Ijósrauður, harður og þungur, en ilmlaus. Notaður í dýr húsgögn. Dóminiskur rósaviður er brúnn og rósailmandi. Til er líka Afríku-rósaviður. Hann er harður og þungur, rauðleitur og stundum með bláleitum æðum. Ebenviður (Ibenholt) er frægur viður, dýrmætur mjög og eftir honum sótst þegar í fornöld. í austrænum kvenlýsingum er fögrum konum talið þ.'.ð til gildis, að hár þeirra var svart sem eben- viður. Forn-Egyptar sóttu ebenvið til Núbíu handa Faraóunum. Þegar Persakonungur lagði undir sig Egyptaland, krafðist hann þess, að Svertingjarnir í Núbíu færðu sér 200 ebenviðarboli annað hvort ár. Forn-Grikkir rita um svartan ebenvið frá Afríku og ljósari tegund frá Indlandi. Á miðöldum fluttist indverskur ebenviður til Evrópu. Nú kemur hann einkum frá Afríku og Ceylon. Hvernig er svo þessi frægi viður? Hann er þungur og harður, svartur eða svart- brúnn, stundum með ljósari æðum eða flekkjum. Ebenviður þykir mjög fagur, einkum hinn svarti. Ebenviður eða ibenholt er viður nokkurra skyldra hitabeltistrjáa af ebenviðarætt (Diospyros) og ber

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.