Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 17
FRÁ JÖKULSÁRLÓNI Á BREIÐAMERKURSANDI 63 1. mynd. Kort danska Herforingjaráðsins af nokkrum hluta Breiðamerkursands, gert eftir mælingum 1903. ugri. En hinum vestri veitti betur að grafa sig niður, og er nú svo komið, að þar rennur öll áin. Nú hefur Jökulsá grafið farveg sinn að endilöngu niður að sjávarmáli, og síðustu árin hefur greinilega gætt sjávarfalla allt upp í lón. Jökulsárlón er að breytast úr stöðu- vatni í sjávarlón, en Jökulsá úr á í ós milli lóns og sjávar, þar sem sjór streymir út eða inn eftir sjávarföllum. í fransk-íslenzka leið- angrinum á Vatnajökul vorið 1951 varð fyrst vart saltbragðs af vatninu í Jökulsárlóni, en ekki hef ég þó séð þessa getið í skýrslum leiðangursmanna. Þess var að vænta, að sjávarseltunnar yrði þarna fyrst vart að vetrar- eða vorlagi, þegar minnst leysingarvatn rennur úr jöklinum. Vera má, að enn verði lónið því sem næst ósalt í sum-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.