Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 37

Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 37
HAGNÝTING SKELDÝRA 83 a b 3. mynd. Perluskel (M. margaritifera). a, ytra borð. b, innra borð. snigillinn (Cyprea moneta) í stað peninga, og enn aðrar tegundir eru notaðar £yrir matarílát og skírnarfonta. Þá nota margir, þar á meðal íslendingar, stórar skeljar sem öskubakka, t. d. Pecten-teg- undirnar hörpudisk (P. islandicus) og risadisk (P. maximus). Enn- fremur hafa íbúar Salomonseyja mikinn átrúnað á eggjapopp- unni (Ovulum ovum). Raða þeir skeljunum hlið við hlið framan á hið háa stefni á skipum sínum, og telja sig þá örugga að rata um saltan sjá á nóttu jafnt sem degi. Þá er kuðungur einn, sem vísindamenn nefna Cymatium nodi- ferum, lifir hann í Kyrrahafi, Indlandshafi og Miðjarðarhafi. Hann notuðu liinir fornu Rómverjar í herlúðra. Og í Austurlöndum er þessi sama tegund notuð enn sem veiðihorn og einnig sem blásturs- horn meðal hjarðsveina. Sömuleiðis nota japanskir prestar hana við framkvæmd ýmissa helgisiða. Þá má ekki gleyma hinni frægu skarlatsnekkju Murex, sem fram- leiðir efni til litunar. Efnið, sem er gulur vökvi, kemur úr kirtli innan á möttli dýrsins; vökvi þessi verður purpurarauður, þegar birtan leikur um hann. Liturinn var mikið notaður meðal menn- ingarþjóða fornaldarinnar. Konungar Persaveldis og annarra Vest- ur-Asíuríkja, svo og glysgjarnir yfirstéttarmenn þessarra landa báru purpuralitaðan klæðnað. Auðguðust Föníku-kaupmenn um drjúg- an skilding á því að veiða eða láta veiða purpurasnekkjuna og selja litinn eða litað efni í fatnað. Þær tegundir, er aðallega voru not- aðar til framleiðslunnar, heita M. brandaris og M. trunculus. Loks skal getið um hagnýtingu skeljanna til stóriðnaðar, og á ég

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.