Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1971, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1971, Blaðsíða 32
236 NÁTTÚRUFRÆÐINGURJNN Safastörin hefur hér nokkra sérstöðu, þar sem hún er sjaldgæf og vex aðeins í blautum mýrum (flæðimýrum), enda er aðeins einn fundarstaður hennar af fimm á Mýrdalssvæðinu. Loks eru hér svo taldar með tvær grastegundir, ginhafri og knjápuntur, sem hvor hefur aðeins fundizt á einum stað, ginhafrinn í Pétursey í Mýrdal, en knjápunturinn í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Báðar tegund- irnar virðast vera fyllilega ílendar, og eru ef til vill leifar gamallar úthreiðslu. Annars vekur það athygli, hve margar af Mýrdalstegundunum eru suðrænar að uppruna og margar áberandi hlómjurtir og sumar jafnvel títt ræktaðar í görðum. Einnig eru nokkrar þeirra (garða- brúða, selgresi, munkahetta og jafnvel stúfa) gamlar lækninga- plöntur. Meiri hluti þessara tegunda er því efalaust hingað kom- inn með mönnum, beint eða óbeint. Uppruni þeirra breytir þó engu um þá staðreynd, að á Mýrdalssvæðinu hafa þær fundið þau skilyrði, sem endast þeim til vaxtar og viðhalds, enda er vitað, að þær hafa einnig verið fluttar til annarra landshluta án þess að dreifast þar út fyrir garða. 2. Plöntur með aðalútbreiðslu d Austfjörðum (A ustfjarðategundir). Eitt alkunnasta fyrirbæri íslenzkrar plöntulandafræði eru hinar svonefndu Austl jarðategundir, sem margar hverjar eru meðal al- gengustu tegunda blómjurta austanlands, en finnast lítt eða ekki í öðrum landshlutum. Elestar hafa þær meginritbreiðslu sína á loftslagssvæði V, sem hér er talið liafa næst-hafrænast loftslag allra loftslagssvæða í landinu, með hafrænutölum 200—350. Úr- koma á svæðinu er víðast livar mikil, eða 1000—2000 mm á lág- lendi. Loftslag er víðast hvar milt á vetrum, meðalhiti vetrar- mánaðanna oftast yfir frostmarki, og sumarhiti töluverður (um eða yfir 10°) á sunnanverðu svæðinu. Margar af Austfjarðategundunum ná þó inn á loftslagssvæði IV, 1, og jafnvel inn á III, 1 og 2, og jaðra því við landræna loftslags- svæðið á eystri hluta Norðurlands. Það er þó áberandi, hve þær eru algengari á Austfjörðum en á ofanverðu Héraði, þar sem lofts- lag er landrænast fyrir austan. Til Austfjarðategundanna má telja: Gullsteinbrjót (Saxifraga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.