Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1971, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1971, Blaðsíða 13
N ÁTTÚ R UFRÆÐINGURINN 217 eins hraunstorkan, heldur einnig setlögin orðin að föstu og tiltölu- lega þéttu bergi og því lítið um mishörku, lekaæðar og aðrar þær veilur, sem greiða vatnsföllum framrás neðanjarðar. Myndun stein- boga í slíku bergi kemur meir til kasta straumlagsins í vatnsfall- inu. Foss, flúð eða kröpp beygja virðist nauðsynlegt skilyrði. Brúarjoss i Brúará I Biskupasögum séra Jóns Halldórssonar í Hítardal er átakanleg og alkunn frásögn af steinboga á Brúará. Hér verður aðeins stutt- lega sagt frá þessum þjóðfræga steinboga, því að ég lief áður gert honum nokkur skil í þessu riti (Guðm. Kj. 1948, bls. 43—47), og er þar frásögn séra Jóns tekin upp í heild. En það er helzt inntak þeirrar sögu, að árið 1602 eða þar um bil fór bryti staðarins í Skálholti með mannafla til Brúarár og braut af henni steinbog- ann. Þetta var gert í því skyni að aflétta aðsókn fátæks og upp- flosnaðs fólks að Skálholtsstað og „með vitund, ef ei með ráði biskupshústrúr ... en án vitundar herra Odds“. Verkið mæltist að vonum illa fyrir, og „skömmu síðar drukknaði þessi bryti í Brúará". Steinbogi þessi á að hafa verið Jrar, sem nú heitir Brúarfoss í Brúará vestur frá Brekku í Biskupstungum og um 3 km ofan við brúna á núverandi Jyjóðvegi milli Laugarvatns og Geysis. En til skamms tíma lá sá vegur, kallaður „út (eða austur) með hlíðum“, um brú á ánni fast neðan við fossinn. Þar er nú aðeins göngubrú, ófær bílum. Brúarfoss fellur fram af fárra metra háum grágrýtisstalli, sem liggur þvert yfir ána. En inn í fossstallinn gengur löng skora, djúp og kröpp, oft kölluð gjáin, eftir miðri ánni. Vatnið fossar ofan í gjána frá báðum hliðum, svo að framrni á stallbrúninni er mestöll áin komin í gjána, og er þar grunnt að vaða fram á barma hennar báðum megin, aðeins ökklavatn, Jregar lítið er í ánni. En niðri í gjánni geysist lram nær allt vatnsmagn Brúarár í hrikalegum streng, þvengmjóum, en eflaust hyldjúpum. Minnsta breidd gjár- innar, niðri við vatnsborð, hefur mér mælzt aðeins 25 cm, en flái er á veggjunr hennar, svo að milli barma verður breiddin vart minni en um 1V2 nr. Þar sem gjáin er mjóst liggur í henni stór grágrýtishnullungur, á að gizka 100—200 kg, skorðaður eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.