Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1971, Síða 62

Náttúrufræðingurinn - 1971, Síða 62
266 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN yrkjuritinu árið 1954, bls. 67). Fróðlegt væri að bera þetta saman nú og athuga, livaða breytingar hafa orðið á gróðurfarinu þetta tímabil, 1951-1970. Mjög lítið sást af ungum birkihríslum í uppvexti í skóginum. Ef til vill er grassvörðurinn orðinn of þéttur og grasið hindrar spírun fræjanna. En ef hið gróðurlitla svæði umhverfis skóginn væri girt og friðað, mundi fræ, sem þangað fýkur úr skóginum, spíra og vaxa upp nýr skógur. Víða er mjög gróðursælt í vinjum Öræfa. Eru Skaftafellsgilin og skógarhvammarnir við Svínafell annáluð fyrir l'egurð og gróður- sæld — þó — fram úr hverju fornu fjallaskarði Vatnajökull teygi tungur. Trölli sá er hrammaþungur. Utan við Hof gengur fagurgræn rák niður frá klettunum. Heitir þar Fróðinn. Lækjarsprænur, sem seytla fram af hömrunum, frjóvga þessa ræmu, sem er alvaxin hrútaberjalyngi og silfurmuru. Stingur fagurgræn rákin mjög í stúf við umhverfið og undrast það margir. Stórar tígrisröndóttar kóngulær sátu í vef í berginu, innan um klettafrúr og munkahettur. Alls sáum við um 50 tegundir jurta í klettum Fróðans.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.