Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1971, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 1971, Blaðsíða 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 255 tegundir leifar af flóru síðasta sumarskeiðs ísaldarinnar. Þær eru því búnar að vaxa lengur einangraðar í þessu landi en nokkrar aðrar tegundir og ættu því að sýna vissa erfðaeiginleika, sem eru frábrugðnir sömu tegundum í grannlöndunum. Loks er svo hinn stóri hópur plantna, sem telja má líklegt að hingað hafi borizt í sögu ellefu alda byggðar. Utbreiðsla margra plöntutegunda skýrist að sjálfsögðu allvef af því, að þær liafi borizt hingað á seinni öldum. Reikna má með, að slíkar plöntur berist fyrst til staða á ströndinni, einkum þeirra, sem mikið var siglt til, og dreifist þaðan um landið. Utbreiðsla þeirra getur því virzt sæ- leitin, þótt hún sé það raunverulega ekki. Á þetta hefur verið bent í sambandi við Suðvesturlandstegundirnar og Mýrdalstegund- irnar, sem margar gætu verið þannig til komnar. Nú kann einhver að halda, að höfundur sé kontinn heilan hring í kenningunni um útbreiðslu plantna með tilliti til loftslagsins, og jafnvel farinn að afneita sinni eigin kenningu. Fyrir þann vil ég endurtaka það, sem sagt var í fyrri hluta þessarar greinar (bls. 24), að „ætlunin með þessum skrifum er engan veginn að sanna eitt eða neitt, svo óhrekjanlegt verði. Fyrir mér vakir fyrst og fremst að vekja athygli á merkilegu viðfangsefni, sem mér finnst að hafi verið vanrækt hér á landi“. Ég hef í undanfarandi köflum reynt að tína til allar þær teg- undir háplantna, sem virðast sýna sæleitna eða landleitna út- breiðslu, alveg án tillits til jiess, hvort þær eru í eðli sínu sæ- leitnar eða landleitnar, enda í flestum tilfellum ómögulegt að komast að raun um slíkt, nema með nákvæmum samanburði við útbreiðslu tegundanna erlendis. Hins vegar er það almennt viður- kennt af plöntulandfræðingum, að sama tegundin getur verið sæ- leitin í einu loftslagi eða afbrigði loftslags, jiótt hún sé ]>að lítið eða ekki í öðru. Samanburður við erlenda útbreiðslu hefur ]>ví einnig takmarkað gilcli. Hér er því eitt þeirra mörgu og miklu verkefna, sem bíða eftir ungum og efnilegum gTasafræðingum til rannsóknar. Ritgerð mína ber aðeins að skoða sem tilraun til skilgreiningar á loftslagsmismun og loftslagsbundinni útbreiðslu plantna, fremur en endanlega lausn þessa vandamáls eða kenningu. Mér er vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.