Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1971, Side 35

Náttúrufræðingurinn - 1971, Side 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 239 Sá fyrrnefndi í Skaftafelli í Öræfum, en hinn hjá Ormsstöðum í Breiðdal. Allar eru Austfjarðategundirnar fremur suðrænar að uppruna og eðli, og nokkrar eru alkunnar laufskógategundir í Evrópu (sjö- stjarna, ösp, rauðberjalyng, súrsmæra), og aðrar eru fjallategundir þar (klettafrú, gullsteinbrjótur, bláklukka o. fl.). Maríuvötturinn er aðeins þekktur frá Austurlandi og Færeyjum, og segir það ef til vill sína sögu. Mjög eru Austfjarðaplönturnar þó ólíkar Mýrdalstegundunum í því, að aðeins fáar þeirra eru ræktaðar í görðum, og engin þeirra getur talizt veruleg nytjaplanta, ef rauðberjalyngið er undanskilið, og útbreiðsla hinna sjaldgæfari tegunda bendir heldur engan veg- inn til dreifingar með mönnum. Að vísu er augljóst, að rniðja flestra útbreiðslusvæðanna er miðhluti Austfjarðanna, frá Seyðis- firði til Berufjarðar, sem ætla má að tíðast hafi verið siglt til, en á því svæði er einnig austasti hluti landsins, sem telja má líklegast að plöntur berist til með fuglum og vindum, vegna fjarlægðarinn- ar einnar saman. Loks er þess að gæta, að einmitt miðhluti Aust- fjarða er líklegastur til að hafa haft skilyrði fyrir plöntugróður á jökulskeiðum ísaldarinnar, þ. e. strandfjöll með bröttum hlíðum, þar sem snjó festir ekki að ráði, og loftslagið gat hafa verið þolan- legt fyrir gTÓður. T. d. myndi klettafrúin hæglega hafa getað vaxið á slíkum stöðum. Takmörk sumra Austfjarðategundanna vestur á bóginn virðast einnig benda til þess, að jarðsögulegar orsakir eigi hlut í útbreiðslu þeirra, þar sem þær afmarkast nokkurn veginn af eystri skilum móbergs- og blágrýtissvæðanna, en jarðvegs- og jarðrakaskilyrði gætn einnig valdið nokkru um það. Bláklukkan virðist vera dæmi um plöntu, sem er að dreifast um landið, enda þótt það verði ekki sannað, svo órækilegt megi telja. Utbreiðsla Austfjarðaplantnanna verður því enn um sinn efni til töluverðra heilabrota fyrir íslenzka grasafræðinga og aðra, sem við þessi efni fást. Hér skal ekki reynt að rökstyðja neina sérstaka kenningu um það efni, fram yfir það, sem þegar hefur verið bent á, um fylgni þeirra við loftslagssvæðin, en líklegt þykir mér, að þær séu einhvers konar leifategundir (relict), og því búnar að eiga lengi heima í landinu.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.