Náttúrufræðingurinn - 1971, Blaðsíða 59
NÁTTÚRUFRÆÐINGURIN N
263
Ingólfur Daviðsson:
Hríslur og vaxtarkjör
Fróðlegt er að bera saman trjágróður á Siglufirði, Ólafsfirði,
Dalvík og Akureyri. Ég var þar á ferð um miðjan september 1968
og leit dálítið á garða. A Siglufirði báru tré og runnar gxeinileg
merki vorkuldanna, en jreir voru miklir sem kunnugt er. Mörg
reynitré voru illa farin, margir stofnar og greinar ber og visin.
Skemmdir sáust einnig á birki, víði og ribsi. Trén niðri á eyrinni
voru greinilega verst farin, lítt varin fyrir vornæðingnum, né sæ-
roki. Trén uppi á brekkunum voru að vísu skemmd mörg hver,
en þó mun minna. Sáust þar áhrif skjólsins. Blóm virtust grózku-
leg í skjóli. Sama sagan endurtók sig í Ólafsfjarðarkaupstað. Mörg
tré skemmd, einkum á marflatri eyrinni. En laglegar hríslur til í
skjóli, einkum ofar, þar sem meira hlé er fyrir særoki. Skjól er
fyrsta boðorðið. Hávaxin tré eiga ekki hér heima, og ættu Siglfirð-
ingar og Ólafsfirðingar að leggja meiri áherzlu á ræktun runna og
lágvaxinna blóma.
Eyjafjörður er langur, og eru þar mörg veðurfarsHel ti og þau
allólík. Á Dalvík virðist allur trjágróður mun grózkulegri en í
Ólafsfirði og Siglufirði. Á Dalvík vaxa vænir reyniviðir og bjarkir,
háar Alaskaaspir, greni, lerki o.fl. tegundir. Eru trén farin að setja
verulegan grózkusvip á kauptúnið. Og meira er jrar af blómum en
í kaupstöðunum þremur. Veðráttan er mildari þarna innan við
Ólafsfjarðarmúla — og kannski af þeim söknm meiri ræktunar-
hugur í fólki.
Veðursælast er þó á Akureyri við botn Eyjafjarðar og ber allur
garðagróður því augljóst vitni. Á Dalvík þroskast t.d. ribsber með
naumindum í beztu sumrum, en þau eru árviss á Akureyri. Þar er
sumarið oft hálfum mánuði fyrr á ferðinni en á Dalvík, og auk
þess mun hlýrra. Akureyri er og hefur lengi verið mesti trjárækt-
arbær norðanlands.
I Skriðu i Hörgárdal lifa elztu, ræktuðu reyniviðirnir á íslandi.