Náttúrufræðingurinn - 1971, Blaðsíða 34
238
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
4. mynil. Plöntur með aðalútbreiðslu á Austfjörðum (Austfjarðategundir). II.
Tegundir með þröngri útbreiðslu.
Fig. 4. Plnnts luith main distribution in the Eastern Fjords. II: Plants tuith
small areas of distribution.
Hins vegar takmarkast klettafrúin alveg við loftslagssvæði V,
svo að segja má, að hún afmarki það með dreifingu sinni. Sjö-
stjarna og maríuvöttur eru fremur sjaldgæfar á efra iiluta Héraðs-
ins, og munu ekki fundnar á Jökuldal, hins vegar er gullstein-
brjótur alltíður hvarvetna um Austurland, og sama er að segja um
bláklukkuna, sem fer upp á öræfin, vestan Héraðs.
Hagastör og stinnasef eru alltíðar um miðhluta Austfjarða og
finnast reyndar einnig í miðhluta Strandasýslu (loftslagssvæði III,
1). Geta því verið áhöld um, hvort telja beri þær fremur til Aust-
fjarða eða Vestfjarða.
Rauðberjalyng, ösp, lyngbúi, klettaburkni og súrsmæra eru allt
fremur sjaldgæfar tegundir, sent þó má telja að hafi ákveðin út-
breiðslusvæði á Austfjörðum. Rauðberjalyngið og öspin finnast
einnig norðanlands á loftslagssvæði III. Loks eru svo svartburkn-
inn og burstajafninn, sem hvor hefur aðeins fundizt á einum stað.