Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 22
226 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN arfossi — og einnig þeir steinbogar, sem um verður getið hér á eftir — eru fyrst og fremst verk þeirrar ár, sem undir þá rennur. Aðferðin er í meginatriðum sú, að áin grefur krappa hylji, svo- nefnda skessukatla, í botnklöppina. Katlarnir dýpka og víkka smám saman við það, að hringiður þyrla sandi og möl um botn þeirra og veggi og fægj a klöppina. Þetta gerist nær eingöngu í vatnavöxt- um; þess á milli safnast bergmylsnan fyrir á botninum og liggur þar kyrr. Ef svo ber undir, geta skessukatlar víkkað meira við botn en barm, þannig að haftið milli tveggja nálægra katla slitnar sundur neðanjarðar. Þá styttir vatnið sér leið um gatið og víkkar það, unz öll áin fer þar í gegn og er þar með komin undir stein- boga. Raunar þarf ekki til nema einn skessuketil, ef liann er á fossbrún, þá getur hann víkkað að neðanverðu fram í fossstálið (sbr. Gluggafoss liér á eftir). Hinar þröngu iiylskorur bæði í Brúar- fossi og Barnafossi eru til orðnar úr röð skessukatla, senr hafa vaxið saman. Leifar af berghöftunum, sem áður skildu þá, skaga enn fram í skorurnar frá báðum hliðum og standast víða á. Skessukatlar myndast aðeins í beljandi straumi og verða lang- stærstir undir fossum, fosshyljir (5. mynd). Núpsdrfoss Núpsá er önnur mesta upptakakvísl Núpsvatna vestast á Skeið- arársandi, en hin er Súla, sem kemur undan vesturhorni Skeiðarár- jökuls. Vatnasvið Núpsár er allmikill nafnlaus dalur milli Eystra- fjalls að austan og Bjarnarins að vestan. Lengst að koma í hana smáár frá Vatnajökli vestan Grænalóns, en að langmestu leyti er hún bergvatnsá og oftast nokkurn veginn tær. Núpsá rennur í hrikalegu gljúfri eftir dalnum, unz nálgast mynni hans, þar sem heitir Núpsstaðarskógur austan ár. Þar fellur hún í háum fossi fram úr gljúfurkjaftinum og er þar með komin niður á flatlendi á Skeiðarársandi. Fossinn, sem heitir aðeins Núpsárfoss, fellur fram af stalli úr hörðu og fornlegu móbergi niður í krappan hyl, sem er dæmiger skessuketill. Úr honum rennur öll áin undir mjóan steinboga ylir í stærra hyl, sem virðist samsafn af eldri skessukötl- um (6. mynd). Augljóst er, að fossinn hefur fyrrum fallið í fremra hylinn, en færzt upp eftir ánni vegna rofs hennar úr fossstálinu.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.