Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 13
N ÁTTÚ R UFRÆÐINGURINN 217 eins hraunstorkan, heldur einnig setlögin orðin að föstu og tiltölu- lega þéttu bergi og því lítið um mishörku, lekaæðar og aðrar þær veilur, sem greiða vatnsföllum framrás neðanjarðar. Myndun stein- boga í slíku bergi kemur meir til kasta straumlagsins í vatnsfall- inu. Foss, flúð eða kröpp beygja virðist nauðsynlegt skilyrði. Brúarjoss i Brúará I Biskupasögum séra Jóns Halldórssonar í Hítardal er átakanleg og alkunn frásögn af steinboga á Brúará. Hér verður aðeins stutt- lega sagt frá þessum þjóðfræga steinboga, því að ég lief áður gert honum nokkur skil í þessu riti (Guðm. Kj. 1948, bls. 43—47), og er þar frásögn séra Jóns tekin upp í heild. En það er helzt inntak þeirrar sögu, að árið 1602 eða þar um bil fór bryti staðarins í Skálholti með mannafla til Brúarár og braut af henni steinbog- ann. Þetta var gert í því skyni að aflétta aðsókn fátæks og upp- flosnaðs fólks að Skálholtsstað og „með vitund, ef ei með ráði biskupshústrúr ... en án vitundar herra Odds“. Verkið mæltist að vonum illa fyrir, og „skömmu síðar drukknaði þessi bryti í Brúará". Steinbogi þessi á að hafa verið Jrar, sem nú heitir Brúarfoss í Brúará vestur frá Brekku í Biskupstungum og um 3 km ofan við brúna á núverandi Jyjóðvegi milli Laugarvatns og Geysis. En til skamms tíma lá sá vegur, kallaður „út (eða austur) með hlíðum“, um brú á ánni fast neðan við fossinn. Þar er nú aðeins göngubrú, ófær bílum. Brúarfoss fellur fram af fárra metra háum grágrýtisstalli, sem liggur þvert yfir ána. En inn í fossstallinn gengur löng skora, djúp og kröpp, oft kölluð gjáin, eftir miðri ánni. Vatnið fossar ofan í gjána frá báðum hliðum, svo að framrni á stallbrúninni er mestöll áin komin í gjána, og er þar grunnt að vaða fram á barma hennar báðum megin, aðeins ökklavatn, Jregar lítið er í ánni. En niðri í gjánni geysist lram nær allt vatnsmagn Brúarár í hrikalegum streng, þvengmjóum, en eflaust hyldjúpum. Minnsta breidd gjár- innar, niðri við vatnsborð, hefur mér mælzt aðeins 25 cm, en flái er á veggjunr hennar, svo að milli barma verður breiddin vart minni en um 1V2 nr. Þar sem gjáin er mjóst liggur í henni stór grágrýtishnullungur, á að gizka 100—200 kg, skorðaður eins og

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.