Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 22
14 NÁTTÚRUF RÆÐ1N G U RIN N landslagið þar sláandi líkt Jökulsárgljúfrum og datt þá í hug, að þau væru orðin til á sama hátt. 2. Nokkur helztu einkenni flóðfarvegs eftir hamfarahlaup. í stuttu máli má segja, að farvegir eftir hamfarahlaup einkenn- ist af tvennu. Annars vegar hefur hlaupið grafið farvegi í laus efni eða klöpp, en hins vegar hefur hlaupið lagt af sér aurburð mjög mismunandi að kornastærð, allt frá mélu og upp í órúnnuð stuðla- brot. Hvort orðið hefur söfnun efna eða gröftur, fer eítir halla flóðfarvegsins á hverjum stað og þar með straumhraða. Þar sem flóðið hefur grafið eru hlaupfarvegirnir ýmist grjót eða gljúfur. Þar sem söfnun hefur orðið í flóðfarveginum eru mjög stórar eyrar, aurfarvegir og malarhjallar, sem minna á strandlínur stöðuvatna. Þar sem farvegur er lítið grafinn í klöpp eru venjulega skolaðar klappir svolítið plokkaðar af vatninu og meira og minna stráðar björgum. Mörk skolaðra klappa og jökulruðnings, sem hylur land- ið utan flóðfarvegs, eru oftast glögg, og er því víða hægt að kort- leggja flóðmörkin. Svona flóðfarvegur er í Bandaríkjunum kallað- ur „scabland“ og er þar grafinn í löss jarðveg. Orðið „scabland" er eins konar skammaryrði bænda um land, sem er lítils virði. Ekkert íslenzkt orð er til yfir þetta, en á nokkrum stöðum við Jökulsá heita þessi svæði grjót og verður að telja eðlilegt að taka það upp í sömu merkingu og „scabland", þó að grjótin eigi líka við svæði, sem eru mjög grófkornóttar eyrar. Þar sem grjótin eru berust, virðist basaltið hafa plokkazt upp í stuðlabrotum. Líkjast þau þar oft jökulplokkuðu bergi og má jafnvel sjá þar rispur (Kristján Sæmundsson 1973). Stórkostlegast í sambandi við hamfarahlaup er myndun gljúfra. Þar hefur orðið gífurlegur gröftur og plokkun í mjög þéttu, heil- legu og fersku basalti. Þessi gljúfur eru breiðari en önnur. Áin, sem um þau rennur, ef hún er þá nokkur í dag, fyllir ekki allan botn þeirra, og víða renna árnar á eyrum inni í gljúfrinu. Eyrar og aurfarvegir einkennast af mikilli stærð þessara fyrir- bæra. Kornastærð framburðarins er mjög mismunandi allt frá stuðlabrotum og niður í sand. Víða fram með ílóðfarvegunum eru sléttir hjallar, myndaðir úr möl og sandi. Sérstaklega eru þeir í vögum og víkum, þar sem bú-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.