Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 22
14
NÁTTÚRUF RÆÐ1N G U RIN N
landslagið þar sláandi líkt Jökulsárgljúfrum og datt þá í hug, að
þau væru orðin til á sama hátt.
2. Nokkur helztu einkenni flóðfarvegs eftir hamfarahlaup.
í stuttu máli má segja, að farvegir eftir hamfarahlaup einkenn-
ist af tvennu. Annars vegar hefur hlaupið grafið farvegi í laus efni
eða klöpp, en hins vegar hefur hlaupið lagt af sér aurburð mjög
mismunandi að kornastærð, allt frá mélu og upp í órúnnuð stuðla-
brot. Hvort orðið hefur söfnun efna eða gröftur, fer eítir halla
flóðfarvegsins á hverjum stað og þar með straumhraða. Þar sem
flóðið hefur grafið eru hlaupfarvegirnir ýmist grjót eða gljúfur.
Þar sem söfnun hefur orðið í flóðfarveginum eru mjög stórar eyrar,
aurfarvegir og malarhjallar, sem minna á strandlínur stöðuvatna.
Þar sem farvegur er lítið grafinn í klöpp eru venjulega skolaðar
klappir svolítið plokkaðar af vatninu og meira og minna stráðar
björgum. Mörk skolaðra klappa og jökulruðnings, sem hylur land-
ið utan flóðfarvegs, eru oftast glögg, og er því víða hægt að kort-
leggja flóðmörkin. Svona flóðfarvegur er í Bandaríkjunum kallað-
ur „scabland“ og er þar grafinn í löss jarðveg. Orðið „scabland"
er eins konar skammaryrði bænda um land, sem er lítils virði.
Ekkert íslenzkt orð er til yfir þetta, en á nokkrum stöðum við
Jökulsá heita þessi svæði grjót og verður að telja eðlilegt að taka
það upp í sömu merkingu og „scabland", þó að grjótin eigi líka
við svæði, sem eru mjög grófkornóttar eyrar. Þar sem grjótin eru
berust, virðist basaltið hafa plokkazt upp í stuðlabrotum. Líkjast
þau þar oft jökulplokkuðu bergi og má jafnvel sjá þar rispur
(Kristján Sæmundsson 1973).
Stórkostlegast í sambandi við hamfarahlaup er myndun gljúfra.
Þar hefur orðið gífurlegur gröftur og plokkun í mjög þéttu, heil-
legu og fersku basalti. Þessi gljúfur eru breiðari en önnur. Áin,
sem um þau rennur, ef hún er þá nokkur í dag, fyllir ekki allan
botn þeirra, og víða renna árnar á eyrum inni í gljúfrinu.
Eyrar og aurfarvegir einkennast af mikilli stærð þessara fyrir-
bæra. Kornastærð framburðarins er mjög mismunandi allt frá
stuðlabrotum og niður í sand.
Víða fram með ílóðfarvegunum eru sléttir hjallar, myndaðir úr
möl og sandi. Sérstaklega eru þeir í vögum og víkum, þar sem bú-