Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 12
134 N ÁTT ÚRUFRÆÐINGURIN N vallgang (hægðir), græðir og örvar matarlyst." Svo segir í gömlum jurtalækningabókum. Ekki veit ég, hve mikið er hæft í þessari gömlu arfalækningatrú. Líklega hefur haugarfi strax borizt í hlað- varpa landnámsmanna. Hann vex hvarvetna kringum hauga og peningshús og í görðum og víða í ræktarjörð; slæðist og í fjörur, fuglabjörg og varpeyjar. Arfinn hefur borizt um allan Iieim að kalla, með manninum og farangri hans. Svíinn Wittrock telur, að til séu 211 sænsk alþýðunöfn á haugarfa og 51 norskt. Sýnir það, hve al- kunnur arfinn er, og að menn hafa átt í höggi við hann öldum saman í görðum og annarri ræktarjörð víða um lönd. Hér er algeng- asta nafnið á honum einfaldlega arfi, en til eru nöfnin haugarfi, taðarfi og e. t. v. fleiri. Nafnið haugarfi er einkennandi og greinir hann líka frá öðrum arfategundum, t. d. hjartarfa, blóðarfa, veg- arfa o. fl. Haugarfi er arfaættar (Alsinaceae), eða stundum talinn hjartagrasættar (Caryophyllaceae) og henni þá skipt í arfadeild og hjartagrasdeild (sjá Flóru). Tvcer ilmjurtir og lcekningajurtir. 1. Garðabrúða. Til garðabrúðuættar (Valerianaceae) teljast um 200 tegundir, flestar í Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku. Hér á landi eru 2 teg- undir. í öllum tegundunum einkum í rótum er rokgjörn oh'a með sérkennilegri, hálfvæminni lykt, sem helzt lengi í þurrkuðum jurt- unum. f rótinni kemur lyktin fram við þurrkun. Olían er notuð við lyfjagerð. Eru Valerianadropar alkunnugt taugaróandi lyf, framleiddir úr garðabrúðu (Valeriana officinalis) og einnig úr ind- verskri tegund (V. Hardwickii). Garðabrúðulyf voru einnig notuð gegn augnsjúkdómum og jafnvel sem sáralyf. í Harðangri voru ræt- urnar fyrrum etnar, og sums staðar í Noregi var gert seyði af neðan- jarðarhlutum jurtarinnar til hollustu. Garðabrúða var líka kölluð vendilrót eða vendirót og átti samkvæmt gamalli þjóðtrú að bægja illum öndum frá búfénu. Nafnið getur líka stafað af fleiru en hjátrúnni, því til er að stöngullinn og jafnvel rótin vindi upp á sig líkt og gormur, en það er sjúklegt ástand. Alkunnugt er, að garðabrúðuolían laðar mjög að sér ketti. Þeir dragast að garða- brúðu, núa sér upp við hana, velta sér í blöðum hennar og liggja stundum malandi hjá henni; jafnvel kettlingar leita til garðabrúð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.