Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 16

Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 16
138 NÁTTÚ RUFRÆÐINGURJN N milla, bendir til gullgerð- armanna, alkemista, fyrri alda, en þeir notuðu maríu- stakk eða dropana á blöð- um hans við tilraunir sínar. I maríustakk er dálítið af sútunarsýru og beiskjuefn- um, var jurtin notuð til litunar og skinnbörkunar. Einnig gegn niðurgangi og marin blöðin lögð á sár sem græðilyf. Til forna var maríustakkur belgaður Freyju, en seinna var hann kenndur við Maríu mey. Er því þannig farið um fleiri jurtir, einkum {rær, sem hagnýttar voru til lækninga. Blóm maríu- stakks eru fremur ósjáleg, en hann hefur aðra fegurð til að bera í staðinn. Gangið á daggar- morgni þangað, sem maríustakkur vex. l>á hanga litlir dropar á röndum blaðsins líkt og perlufesti, og á miðju hins stóra blaðs glitrar stór, tær dropi. Það er sannarlega fögur sjón. Gömul gra'öijurt. Græðisúra (Plantago major) er auðþekkt á stórum, egglaga, bogastrengjóttum blöðum, sem sitja í hvirfingu við jörð. Hvirf- ingin getur orðið allstór, skyggir á jurtir þær sem undir vaxa og kæfir þær. Upp úr blaðhvirfingunni vaxa einn eða fleiri blómskip- nnarleggir, blaðlausir og án greina. Þeir bera smá blóm, sem sitja þétt saman í axi. Blómin eru fjórdeild, krónublöð, gulbrún eða gulmótleit, fræflar fjólubláir, stíllinn langur og fjaðurhærður. Blómin bera fjöldamörg, lítil fræ, 4—8 saman í hverju aldini (bauk- hýði). í raka verða fræin slímkennd og tolla við dýr, ýmsan varning og samgöngutæki og geta borizt langt og víða. Hingað hefur græði- súra borizt frá útlöndum fyrir löngu með varningi. Hún vex eink- 7. myiul. Maríustakkur (Alchemilla filicaulis).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.