Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 29
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN
151
Suðaustur af Stóra Skógfelli sér á stóran gjallgíg, sem opinn hefur
verið til suðausturs. Hann er lítið eitt austan við Sundhnúkagígina
og einmitt þar, sem sú gígaröð breytir nokkuð um stefnu. Urn 1,5
km austar er svo annar stór ösku- og gjallgígur og er gígaröðin
fast við hann að norðan. Gígur þessi er líka eldri. Báðir eru þeir
að nokkru leyti færðir í kaf í yngri liraun. Hraunflákinn vestur
af Fagradalsfjalli virðist að mestu leyti vera kominn úr þessari
eldri gígaröð, en þó eru þar fleiri eldstöðvar. Hraunin á þessu
svæði ganga undir nafninu Dalahraun. Hraun frá Vatnsheiðar-
dyngjunni hafa og náð alllangt þarna austur, því að þau koma
fram í bollum í yngri hraununum, þar sem þau hafa ekki náð að
renna yfir. FT'tir þessu að dæma eru bæði gosin á Sundhnúka-
sprungunum yngri en dyngjugosin, sem skópu Vatnsheiði og Fagra-
dalsdyngju. Loks endar þessi eldri gígaröð í litlum gjall- og klepra-
gígum utan í vesturhlíð Fagradalsdyngju nokkur hundruð metrum
sunnar en austustu gígirnir í Sundhnúkaröndinni, sem áður er
getið.
Hvenœr rann hraunið?
Þess er getið hér að framan, að hraunfoss frá gígnum vestan við
Gálgakletta hafi fallið vestur, eða réttara norðvestur af Hagafelli.
Blasir þessi hraunfoss við, þegar komið er suður yfir hraunið við
vesturhornið á Svartsengisfelli. Þessi hraunspýja hefur runnið út
á forna gjallhóla vestan undir fellinu. Þar er það mjög þunnt, og
hefur það verið skorið sundur við rauðmalarnám og vegagerð (2.
mynd).
Kemur þá í ljós, að hólar þessir hafa verið grónir, þegar hraunið
rann. I.eiíar þess gróðurs má nú finna sem viðarkol undir hraun-
inu (3. rnynd). Mest eru það smágreinar og stofnar, líklega af víði,
lyngi og ef til vill fjalldrapa og birki. Jarðvegslagið hefur verið
örþunnt, líkt og það er víða á gjallhólum ennþá. Viðarbútarnir
eru sjaldan meira en 2—3 mm í þvermál. Þessar jurtaleifar hafa
nú verið aldursákvarðaðar með C14-aðferð. Hefur dr. Ingrid U.
Olsson á Rannsóknarstofnun Uppsalaháskóla gert það. Samkvæmt
niðurstöðum af þeirri rannsókn eru jurtaleifarnar 2420 ± 100 C14
ára gamlar, talið frá árinu 1950, og hraunið hefur því runnið tæp-
um 500 árum fyrir upphaf okkar tímatals.