Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 30
152 NÁTT Ú RUFRÆÐINGURINN Bergsprungur. I hraunum kringum Grindavík er mikið um sprungur og gjár, eu einkum eru þær áberandi í hinum eldri hraunum og í móbergs- fjöllunum. Er Þorbjarnarfell ljósasta dæmið um það. í Sundhnúka- hraununum ber lítið á sprungum yfirleitt og bendir það til, að fremur hægfara breytingar séu þar eða þá, og það virðist fullt eins h'klegt, að þær séu bundnar ákveðnum tímabilum. Má telja senni- legt, að hreyfingar þessar eigi sér aðallega stað samfara jarðskjálft- um. Má í því sambandi minna á jarðskjálftana á Reykjanesi 30. september 1967. Vestur af Svartsengisfelli má, ef vel er að gætt, sjá fyrir sprung- um í þessu tiltölulega unga hrauni. Þær eru í beinu framhaldi af sprungum, er ganga í gegnum Þorbjarnarfell. Rétt við eina jjeirra er jarðhitastaður sá, sem jafnan er kenndur við Svartsengi (4. mynd). 4. mynd. Gufa í hrauninu við Svartsengi, áður en þar var borað.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.