Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 155 merkt íslcl Steenstrup. Það eintak lítur út fyrir að vera hálfstein- runnið. Ennfremur er í safninu fullvaxta eintak frá ísafirði 18,8 X 24,1 mm að stærð og annað úr Arnarfirði, bæði hálf-steinrunnin.“ Ef kuðungarnir úr safni Kristjáns VIII. eru undanskildir, telur Thorson vafasamt, að fjörudoppan hali lifað við strendur íslands, síðan söfnun gagna hófst þar, og það því fremur, sem tegundin er ófundin við Færeyjar. Hefur Thorson jafnvel gefið í skyn, að ein- tökin í safni Kristjáns VIII. séu tanglega staðfærð. Á þeim rúmum 30 árum, sem liðin eru síðan Thorson ritaði um íslenzka fortálkna, hefur fjörudoppan, eftir því sem bezt verður vitað, aðeins einu sinni fundizt hálf-steinrunnin í gömlu, dönsku skipi, sem einlivern tíma hefur strandað við Flatey á Breiðafirði; hefur tegundin sennilega borizt með kjölfestu skipsins frá Dan- mörku. Fjörudoppan er grunnsævistegund — heldur sig á rnilli flóð- og fjörumarka. Aðalheimkynni hennar eru við meginlandsstrendur Evrópu, allt norðan frá Vadsö í Noregi og suður um Pýreneaskaga; auk þess finnst hún við Bretlandseyjar. Frá Evrópu til Ameríku barst tegundin um rniðja 19. öld og finnst nú Jaar á svæðinu frá Nova Scotia í Kanada til Nevv Jersey við austurströnd Bandaríkjanna. Möttuldoppa (afbrigðileg). Littorina palliata (Say), Monstr. coarctata (Sars). Það hefur lengi verið ágreiningur meðal dýrafræðinga um ])að, hvort Littorina palliata (Say) möttuldoppu og Littorina obtusata I,. Jrangdoppu beri að telja tvær tegundir eða hvort eigi að sameina þær í eina tegund. Hér á eftir ætla ég að tilfæra umsagnir nokkurra dýrafræðinga um Jjetta atriði: ,,Ég hef enga skýra tengiliði séð á milli þangdoppu og möttuldoppu, svo að ég álít réttlætanlegt að hafa þessi tvö tegundaform alveg aðgreind; enda er möttul- doppan kaldsjávartegund, en }>að er þangdoppan ekki“ 2- my,ul- (Sars 1878). Mölluldoppa, v 7 . ven uleg Aftur á moti telur S. Schneider (1886) möttuldopp- Bogason una aðeins norðlægt afbrigði af Jiangdoppu, enda séu teiknaði).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.