Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 34
156 NÁTTÚRUFRÆÐ I N GURIN N þessi tvö tégundaform tengd með milliliðum. Síðar (1893) telur þessi sami höíundur hyggilegast að skoða möttuldoppuna og þang- doppuna sem tvær vel aðgreindar tegundir. Johansen (1901) hygg- ur, að möttuldoppan, sem hann nefnir Littorina arctica (Möller), sé aðeins kaldsjávarafbrigði af þangdoppu. Thorson (1941) álítur möttuldoppu og þangdoppu vera tvær teg- undir, enda milliliðir þessara tveggja kuðunga fágætir. Nordsieck (1968) telur möttuldoppuna sem afbrigði af þang- doppu. Sá, sem haft hefur víðtækasta þekkingu til brunns að bera á ís- lenzkum lindýrum, var náttúrufræðingurinn Guðmundur G. Bárð- arson (dáinn 1933). í einu af ritum sínurn (1920) ræðir hann meðal annars um þangdoppuna og möttuldoppuna við vesturströnd ís- lands. Um þessar tegundir segir hann: „Enda þótt ég telji hér möttuldoppuna sérstaka tegund, þá er það álit mitt, að hún ætti miklu fremur að skoðast sem afbrigði af þangdoppunni. Bæði hæð hyrnunnar og mynztur skeljanna getur verið svo líkt hjá þessum kuðungum, að örugg aðgreining tegundanna getur verið ófram- kvæmanleg. Við nafngreiningu umræddra tegunda hef ég, segir Guðmundur, stuðst við tvo meginþætti í útliti þeirra, en þeir eru hlutföllin á milli hæðar og breiddar kuðungsins: 1. Til þangdoppu tel ég þau eintcik, þar sem mesta þvermál neðsta vindings er rneira en mesta hæð frá hvirfli niður á munna- brún. 2. Á hinn bóginn tel ég til möttuldoppu þau eintök, þar sem mesta jrvermál neðsta vindings er jafnstórt eða minna en mesta liæð frá hvirfli niður á munnabrún. Onnur einkenni, sem hægt er lítillega að styðjast við, er mynztur- gerð skeljanna. Mynztur möttuldoppunnar er jafngrófara en mynzt- ur þangdoppunnar og hyrnan ofurlítið uppteygð (brjóstlaga). Vind- ingar hyrnunnar eru kúptari og saumurinn dýpri en á þangdoppu. Útbreiðsla þangdoppunnar hér við land nær frá Vestmannaeyj- um, meðfram vesturströnd landsins og allt til Skutulsfjarðar. Á öðrum stöðum er sjaldgælt að fyrirhitta lifandi eintök. Tegundin er lítt afbrigðagjörn. Eina afbrigðið hérlendis er var. littoralis (L.) og er fremur sjaldséð. I>að hefur útflatta hyrnu, og er engu líkara

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.