Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 35
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN 157 en stýft liafi verið ofan af kuðungnum. Utan íslands finnst afbrigði þetta við strendur Mið-Evrópu. Utltreiðsla möttuldoppunnar er aðallega við norður- og austurströnd landsins, en auk þess finnst tegundin víða við norðvesturströndina og í Breiðafirði. Utan Islands hefur möttuldoppan fundizt við austurströnd Norð- ur-Ameríku, Vestur-Grænland, við Norður-Noreg og Færeyjar (Thorson 1941). 3. mynd. Möttuldoppa, mismunandi afbrigði (J. BogaSon teiknaði). Það sem gerir möttuldoppuna athyglisverða eru fjölbreytilegir vanskapningar, sem hún framleiðir. Þessir vanskapningar eða af- brigði eru af margvíslegri gerð. Hlutfallið milli breiddar og hæðar kuðungsins veltur á ýmsu, allt frá því almenna 1:1 til 1:2. Þeir einstaklingar, sem eru tvöfalt hærri en þeir eru breiðir korna manni undarlega fyrir sjónir, því að hyrnan á þeim er óeðlilega grönn, eins og myndirnar bera með sér. Hvort hér er um eiginlega stökk- breytingu að ræða, er ekki vitað. Mest hefur borið á þessum van- skapningum hér við land á dálitlu svæði á norðurströnd Flateyjar á Breiðafirði. En þessi útlitsbreyting tegundarinnar liefur kornið fram víðar en hérlendis. Fyrir nærri 100 árum er getið um möttul- doppu óeðlilega útlits. Sú möttuldoppa var frá Norður-Noregi (Sars 1878). Finnandinn gaf henni heitið Littorina palliata (Say) monstr. coarctica (Sars) og nota ég þetta heiti yfir öll möttuldoppu- eintök, sem hafa óeðlilega vaxtargerð. Rúðubokkur Philbertia reticulata (Renier). Tvö eintök af kuðungi þessum, sem er af Belaætt (Pleurotomi- dae), hafa mér borizt í hendur á árinu 1973 frá Jóhannesi Björns- syni, en hann fékk tegundina úr ýsu veiddri í Skjálfandaflóa. Þessi kuðungur var ekki kunnur héðan áður og lief ég nefnt lumn rúðu-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.