Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1974, Side 37

Náttúrufræðingurinn - 1974, Side 37
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 159 Sléttkúfa Velutina derugata (Becker). Tegund þessi er af Dúðaætt (Lamellariidae); hún er alllík hornkúfu Velutina velutina (O. Fr. Muller), en er minni vexti með engum eða óglöggum snigilrifjum eða snigilrákum og munnarendurnar á henni eru aðskildar en ekki í óslitnum tengslum hvor við aðra, eins og á sér stað á hornkúfu. Á síðustu árum hefur sléttkúfan fundizt nokkrum sinnurn í ýsugörnum, og hefur ýsan verið veidcl í Víkurál á sem næst 120 metra dýpi. Frá Norðurlandi er tegundin kunn lir Skjálfanda- flóa. Upphaflega er sléttkúfan fundin við Jan Mayen. Stærstu eintökin frá íslandi eru 8 mm á hæð og 6 mm á breidd. 6. mynd. Sléttkúja (J. Bogason teiknaði). Strandlilla Rissoella opalina (Jeffr.) Kuðungur þessi telst til Bauguættar (Rissoidae). Skel hans er ákaflega þunn, hornlituð, hálfgagnsæ og fagurgljáandi með ópal- blæ. Yfirborðið er alveg slétt fljótt á litið, en við mikla stækkun mótar fyrir mjög fíngerðum þvergár- um. Vaxtarrákir afar smásæjar. Þegar dýrið í kuð- ungnum er dautt, verður skelin gulleit. Flyrnan er stutt með snubbóttum hvirfli. Vindingar 3i/í), mjög kúptir og hraðstækkandi. Hæð grunnvindingsins að minnsta kosti y4 af hæð hyrnnnnar. Munninn frern- ur víður, egglaga, eilítið hyrndur, og er hæðin á honum meiri en lengd hálfrar hyrnunnar. Útrönd munnans þunn, innbeygð ofan til. Innröndin bugð- ótt með dálitlu þykkildi við möndulinn. Kuðungur- inn með þröngri naflarauf. Lokan með brúnum dílum. Fjögur eintök af tegund þessari hafa fundizt hér við land. Eitt þeirra kom úr ýsugörnum árið 1972 og tvö þeirra einnig úr ýsu vorið 1973 og veiddist ýsan í Skjálfandaflóa. Finnandi Jóhannes Björnsson. Loks fann Jón Bogason, Kópavogi, eitt eintak í febrúar 1973. Var það í fjörunni í grennd við Kolbeinshans í Reykjavík. mm 7. mynd. Strandlilla (Graham).

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.