Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 41
NÁTTÚ RUFRÆÐl NGURINN
163
1. mynd. Steingervingurinn frá Vatnsfirði. Eðlileg stærð. — Ljósmynd Snorri
Zóphóníasson.
op ætíð utan toppsvæðisins. Þá er stærð og gerð brodda mismun-
andi hjá þessum tveim undirflokkum. Við sjáum strax, að stein-
gervingurinn hlýtur að tilheyra seinni nndirflokknum, þeim óreglu-
lega. Frekari greining leiðir í ljós, að hér er um að ræða ættkvísl-
ina Echinocorys, en tegundarákvörðun er ekki möguleg. Danskttr
steingervingafræðingur, H. Wienberg Rasmussen, sem er sérfræð-
ingur í skrápdýrum, hefur staðfest ákvörðun mína og kann ég hon-
um beztu þakkir fyrir.
ígulker hafa skurn úr kalsíti, en afsteypan er úr tinnu, þ. e. kísil
eins og í kvarzsteinum. Upplausn kafsítskurnar og útfelling kísils í
hofrúmið eftir ígufkerið hefur því átt sér stað eftir dauða dýrsins.
Eins og fyrr sagði, er tinnu nær eingöngu að finna í kalklögum
frá krít og daníen. Kalklög þessi urðu til á hafsbotni og gert er
ráð fyrir, að hann liafi verið mjög eðjukenndur, einkum þar sem
sjálf krítin myndaðist. Niðri í botneðjunni lágu rotnandi dýraleifar,
þar á meðal kísilsvampar, sem voru mjiig algengir á krít og daníen.
Kísillinn leystist upp í blöndu af vatni og rotnunarefnum, en féfl
síðan út aftur í sprungum og holrúmum, t. d. eftir ígulker. Af-
steypan, sem fannst í Vatnsfirði, er trúlega mynduð á þennan hátt.
Hvaðan er steingervingurinn kominn?
Ættkvíslin Echinocorys er nú löngu útdauð, en hún var uppi á
efri hluta krítartímabilsins (frá og með túrontíma) og náði ögn