Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 50

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 50
172 N ÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN 2. mynd. Fundarstaðir Orchestia gammarella (Pallas) á fslandi. Recorded oc- currances of Orchestia gammarella (Pallas) in Iceland. urströnd Afríku allt norður að Þrándheimi í Noregi og Færeyjum, þar sem hún er algeng. Orchestia gammarella er eins og áður segir nokkuð stór marfló, og eru mörg eintökin, sem fundizt hafa hér, um 15—17 mm á lengd (án þreifara). Auðvelt er að greina hana frá öðrum íslenzkum fjöru- marflóm. Einna mest likist hún tegundinni Hyale nilssoni, enda eru þessar tegundir allskyldar. Eins og áður getur eru þessar tvær teg- undir einu íslenzku marflóartegundirnar, sem ganga á réttum kili (en ekki á hlið), og stökkva margfalda hæð sína í loft upp. Hyale nils- soni er mun smávaxnari en Orchestia gammarella og verður hún ekki yfir 10 mm á lengd. Með góðu stækkunargleri má auk þess auðveldlega greina þessar tvær tegundir í sundur. Á Orchestia gammarella eru fremri þreifararnir (sjá 1. mynd) mjög stuttir, og er lengd þeirra ekki nema um fjórðungur af lengd aftari þreifara. Engin önnur íslenzk marfló liefur svo stutta fremri þreifara, en Hyale nilssoni kemur þar næst í röðinni, en á henni er lengd fremri þreifara nálægt helmingur af lengd hinna aftari. Allar aðrar ís-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.