Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 51

Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 51
N ÁTT Ú RU FRÆÐ1NGURINN 173 lenzkar fjörumarflær hafa tiltölulega mun lengri fremri þreifara en þessar tvær og hjá þeim flestum eru fremri þreifararnir raunar nokkru lengri en hinir aftari. Orchestia gammarella tilheyrir ásamt Ilyale nilssoni ættinni Taii- tridae. Ættin er m. a. merk fyrir það, að margar tegundirnar eru orðnar landdýr að verulegu leyti, og er þetta eina ættin meðal marflóa, sem sýnt hefur tilhneigingu til þess að leggja land undir fót. Hafa tegundirnar náð mjög mislangt á þeirri braut og sumar tegundirnar, m. a. Hyale nilssoni, verða að teljast hrein sjávardýr, þó svo að þær lifi sumar hverjar nokkuð ofarlega í fjörunni. Orch- estia gammarella heiur gengið skrefi lengra. Hún elur aldur sinn að mestu eða öllu leyti ofan sjávar (notar rneðal annars loft til öndunar), en mikinn raka verður hún að hafa, og hana er aðeins að finna á örfárra metra belti rétt ofan fjörunnar. Hún er raunar ekki alveg bundin við sjóinn, því sums staðar erlendis finnst hún við vötn, jafnvel langt inni í landi. Sumar tegundir af ættinni eru hins vegar orðnar miklu óháðari sjó eða vatni, og í hitabeltinu eru margar tegundir algengar í skógum, þar sem þær gegna þýðingar- miklu hlutverki við það að brjóta niður lífrænar leifar, líkt og ánamaðkar. Varla er við hæfi að nota heitið marfló um slíkar teg- undir! Eins og ánamaðkar þurfa þessar tegundir þó mikinn raka til þess að halda lífi, og er langt frá því, að þær séu jafn vel aðlag- aðar þurru umhverfi og t. d. skordýr. Ein slík hitabeltistegund (Talitrus alluaudi) hefur borizt víða um Evrópu, þar sem hún lifir góðu lífi í gróðurhúsum. Ættin er langtegundaflest í hitabeltinu og fer tegundum ört fækkandi eftir því sem norðar eða sunnar dregur. Þannig eru aðeins tvær tegundir kunnar í Færeyjum, eins og hér á landi, en engin á Grænlandi. Erfitt er að segja nokkuð ákveðið um það, hversu lengi Orchestia gammarella hefur verið borgari í íslenzka dýraríkinu. Óneitanlega er það nokkuð ótrúlegt, að þessi stóra og áberandi marfló hafi farið fram hjá mönnum hingað til, hafi hún verið til staðar. Mætti búast við því, að bæði þeir sem kannað hafa fjörulíf hérlendis svo og þeir sem hugað hafa að landdýrum við sjó (t. d. skordýrafræðingar) hefðu orðið hennar varir. Því mætti álykta, að tegundin væri ný- komin hingað, þótt það verði engan veginn fullyrt. Dreifingar- hæfni tegundarinnar er ekki mikil. Hún er ekki sunddýr, og kven- dýrin bera unga sína í kviðpoka eins og hjá öðrum marflóm, þar

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.