Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 71
N ÁTT Ú RU FRÆÐINGURIN N
193
skortir okkur enn miklar rannsóknir á þessu sviði. Þannig virðast ágizkanir
margra um, að ílatarmál gróins lands hafi minnkað úr 40.000 í 20.000 km2 frá
upphafi Islandsbyggðar nokkuð hæpnar, og enn vafasamara virðist að tala um
meðaluppblástursliraðann 20 kmL> á ári á þessu tímabili.
1 áttunda kafla er fjallað um lífræna þætti, kaflinn heitir reyndar Líffrœði-
leg áhrif, og í honum er m. a. drepið á áföll af völdum viðskipta/la’ðilegra
ijrðugleika. I inngangi er því haldið fram, að fækkun refa verði hugsanlega
til þess að fjölga gæsum, og má það vel vera. Hins vegar virðast mér nokkrir
fræðilegir örðugleikar á staðhæfingunni ,,með fjölgun gæsa er aukin samkeppni
í högum fyrir sauðfé, og vegna Jress Jryrfti að fækka sauðfé“, Jjví að rannsóknir
hafa yfirleitt bcnt til þess, að lítil samkeppni sé milli gæsa og sauðfjár i út-
liiigum. Annars ætla ég sí/.t að hafa á móti því, að menn fækki sauðfé.
í yfirliti um orkuflæði (mynd 73) virðist mér, að endurskoðunar sé þörf.
Einkum eru áætlanir um framleiðni og öndun valllendis á fermetra hæpnar,
en forsendurnar eru gefnar á bls. 159. Talan, sem lögð er til grundvallar, er
árleg uppskera valllendis, sem talin er að meðaltali um 200 g/m2. Hér er J)ó
einungis átt við nýtanlega heyuppskeru, og ónýtt ofanjarðaruppskera og neðan-
jarðarvöxtur eru því ekki talin með. Áætluð öndun virðist cinnig furðulág
tala. Niðurstaða mín er sú, að Jressar tiilur fái ekki staðizt, og raunveruleg frum-
framleiðni valllendis, sem gefur árlega af sér 200 g uppskeru á m2, hljóti að
vera allmiklu hærri.
Þá er ýtarlega skýrt frá búfé og nytjum Jtess, og er sá kafli unt margt fróð-
legur. Nokkuð kemur Jjað undarlega fyrir að telja hér hreindýr með búfé
landsmanna, og enn er þeirri aljjýðuskýringu lialdið á lofti, að ofveiði hafi
valdið fækkun hreindýra hér á landi, án Jjess að komið sé með nokkur ný rök
í ])ví máli.
Mikill hluti þessa kafla Ijallar um sambandið milli jarðargróðurs og mann-
fjölda á Islandi, og er J)etta merkilegt viðfangsefni, sem höfundur hefur áður
ritað um. Þó eru hér ýmsir augljósir annmarkar á röksemdafærslunni. 1 fyrsta
lagi er sem jafnan í bók Jtessari einblínt um of á landnytjar í mynd búfjár-
afurða, en alltof lítið gert úr þýðingu fiskjar og annarra jjýðingarmikilla
hlunninda úr sjó. fslendingar, a. m. k. á 18. öld, virðast hafa aðlagað sig að
Jtröngum landkostum, m. a. með ]>ví að nærast að verulegu leyti á sjávarafurð-
um (]>. e. með ])ví að flytja orku inn í vistkerfi landsins), með ]>ví að neyta
mjólkurafurða fremur en kjöts (þ. e. annars stigs neyzla af ])ví tagi, sem vist-
fræðilega mætti fremur kallast sníkjulífi en rán eða kjötát) og með ])ví að stytta
fæðukeðjuna og auka Jxmnig orkunýtni (gerast fyrsta stigs neytendur t. d.
fjallagrasa og róta). Hins vegar er ekki ósennilegt, að lifnaðarhættir manna
liafi breytzt í aldanna rás, og Jiess vegna er hugmyndin um stöðugt hlutfall
fólksfjölda og afraksturs lands í formi kvikfénaðar reist á ótraustum rökum.
f iiðru lagi hljóta ýmsar grundvallartölur að leljast umdeilanlegar, svo sem
flatarmál gróins lands á hverjum tíma, meðaluppskera ]>css á flatareiningu
(hér áætluð 30 g/m2 óbreytt frá landnámi) og síðast en ekki sízt nýting bú-
penings á útliagabeit, sem er áætluð 40% (furðuhá tala, einnig metin óbreytt
13