Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 73
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
195
i
Bókin er prentuð í tveimur litum, svörtum og rauðum, að því er virðist
aðallega vegna myndanna. Sumir textahlutar eru þó prentaðir í rauðu, og
virðist tilgangurinn sá, að hugsanlegir nemendur megi sleppa við að lesa þá
kalla. Spássíur eru með albrigðum breiðar, og er það lítt í anda vistfræðilegrar
stefnu að nota svo mikinn pappír til einskis, en vera má að nýtinn lesandi
geti bætt það upp með því að nota þetta pláss fyrir athugasemdir. í mitt
eiutak vantaði tvö blöð (bls. 209—210 og bls. 223—224). Að öðru leyti er útlit
og frágangur góður.
Bókin Líf og land er í vissum skilningi brautryðjendaverk, þar sem liér er
gerð tilraun til að lýsa vistfræði Islands í heild. Að mínu mati er aðalgalli
bókarinnar sá, að heildarmynd höfundar er nokkuð einhliða. Á ég þar einkum
við áherzlu þá, sem ltann leggur á þá þætti vistkerfa, er snúa beint að land-
búnaði. Aðalkostur bókarinnar er hins vegar sá, að hún livetur lil umræðu og
þar með til frekari rannsókna á forvitnilegum en lítt könnuðum sviðum.
Arnþór Garðarsson.