Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 7
Náttúrufr. - 45. árgangur - Fyrra hefti - 1.-104. síða - lleyhjavik, juní 1975
Erling Ólafsson:
Hveldýr (Hydrozoa)
Inngangur
Hveldýr (Hydrozoa) eru einn flokkur holdýra (Coelenterata eða
Cnidaria). Til holdýra teljast auk þess tveir dýraflokkar aðrir, seni
margir kannast eflaust við. Scyphozoa (marglyttur) og Anthozoa
(sæfíflar og kóraldýr). Hins vegar eru flest hveldýr hér við land
smávaxin og lítt áberandi, og hafa þau því ekki hlotið alþýðlega
nafngift á íslenzku hingað til. Hins vegar hefur orðið hveljudýr
verið notað sem heiti bæði á flokknum Hydrozoa og Scyphozoa. f
þessari grein eru Hydrozoa nefnd hveldýr, og er það nýyrði.
Grein þessi varð til í tengslum við rannsóknaverkefni, sem ég
vann til B. S. prófs við Líffræðiskor Háskólans árin 1971 og
1972. Greinin er almenn kynning á hveldýrum, byggingu þeirra,
lífsferlum og flokkun. Einnig eru skráðar nýjar upplýsingar um
útbreiðslu nokkurra tegunda hér við land. Eru þær upplýsingar
byggðar á gögnum, sem ég hef safnað á fjörum suðvestanlands og
í Garðsjó. Meðal annars er getið nýrrar tegundar íyrir íslenzku
fánuna. Birtur er greiningarlykill, sem ég hef sett saman til að gera
mönnum kleift að ákvarða til tegunda þau hveldýr, sem finnast
hér á fjörum. Auk þess eru birtar myndir af þeim tegundum, sem
ég hef safnað. Hef ég unnið þær eftir eintökum í safni rnínu.
Arnþór Garðarsson, prófessor, var umsjónarmaður þessa verk-
efnis, og naut ég aðstoðar og ráðlegginga hans í ríkurn mæli. Vil
ég færa honum sérsakar þakkir fyrir.
Daninn P. L. Kramp tók saman og birti niðurstöður athugana
sinna á íslenzkum hveldýrum, sem varðveitt eru í söfnum, aðallega
í Dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn. Birtust þær niðurstöður í
flokknum „The Zoology of Iceland" árið 1938, og er þar getið 96
tegunda hveldýra frá íslandi. Áður höfðu ýmsir menn safnað hvel-
clýrum hér við land, og er þáttur Bjarna Sæmundssonar þar lang-
stærstur.
1