Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 38
32 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Nr. sýnis Lýsing á sýni Botnlag
1. Basaltmolar, leirsteinsbrot með skeljum. Harður botn.
2. Leir með vel núnum þéttum basaltvölum. Mjúkur botn.
3. Leir með þéttum basaltmola -}- skeljabrot. Mjúkur botn.
4. Leirsteinsbreksía með skeljabrotum.
5. Leir. Mjúkur botn.
6. Leir. Mjúkur botn.
Vitað er um nokkra jökulgarða myndaða í sjó, t. d. einstaka hluta
garða Búða- og Álftanesjöklanna, en þeir mynduðust við framrás
jökla í ísaldarlokin (Guðmundur Kjartansson 1943, Þorleifur Ein-
arsson 1968). Fróðlegt er að bera lögun þessara garða saman við
hrygginn út af Breiðafirði. Á 3. mynd er sýndur þverskurður af
svonefndum Hryggjum á Skorrholtsmelum í Leirársveit, en þeir til-
heyra görðum Álftanesstigsins. Jafnframt er sýndur þverskurður af
hryggnum út af Breiðafirði í sama mælikvarða. Þessir þverskurðir
eru áberandi líkir.
Botnsýnin gefa nokkra hugmynd um efnið í hryggnum. Utan á
honum eða á þeirri hlið, sem veit frá landi er hart leirkennt set
með basaltmolum (1), upp á honum er leirsteinsbreksía blönduð
mjúkum leir (4) en innan við hann er mjúkur leir (2 -|- 3). Ef þessi
samsetning er dæmigerð fyrir hrygginn, þá er hann mjög svipaður
að gerð og Búðaröðin við Þjórsá. Þar er lagskipting undir jarðveg-
inum þannig, að utan á jökulgörðunum er sjávarleir l)landaður
grófara efni, upp á þeim leir og jökulruðningur, og innan við þá
fínn lagskiptur sjávarleir (Guðmundur Kjartansson 1943).
Áður en lengra er haldið skal fjallað ofurlítið um ísaldarjökla
almennt. og útbreiðslu þeirra á íslandi. Talið er að á síðustu jökul-
1. mynd. Hryggurinn út al Breiðafirði. Þversnið af hryggnum hafa verið sett
inn á kortið þannig að hápunktar hryggsins eru rétt staðsettir. Að öðru leyti er
mælikvarði sniðanna frábrugðinn mælikvarða kortsins. Tölurnar á sniðunum
eru dýpi í metrum. — Crosssections of the ISreidafjördur ridge superimposed
on a map. The top of each section is correctly positioned. The figures on the
seclions are deplh in meters.