Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
39
En veiðiferðin endar ekki alltaf á þennan veg. Oft sá ég kríu
taka á móti teistunni, þegar hún kom af sjónum með síli í
goggnum. Stundum settist krían á grasbala hjá teistunni með
sílið, áður en teistan hafði haft ráðrúm til að smeygja sér með
veiðina inn í holuna til unganna, og þá hófst baráttan um sílið.
Krían gerði aðsúg að teistunni til að ná af henni sílinu. Teistan
hljóp fyrst, en flaug síðan út á Björnsvog, og kafaði með sílið í
gogginum til að losna undan kríunni, sem aftur á móti neytti
flugfimi sinnar og hélt sér svífandi yfir vatnsfletinum, líkt og
þyrilvængja, á sama stað, með hröðum vængjaslögum. Teistan sást
í tæru vatninu synda í kafi langar leiðir, en krían fylgdist með
ferðum hennar og elti rétt nokkra metra fyrir ofan vatnsflötinn.
Þegar teistan með sílið ennþá í gogginum kom upp aftur úr
kafi til að anda, var krían komin þar, og steypti sér niður eins
og örskot til að ráðast að teistunni, sem aftur bjargaði sér með
því að kafa. Eftir að þessi leikur hafði endurtekið sig nokkrum
sinnum, fór teistan að þreytast á sundinu neðansjávar, enda orðin
þurfandi fyrir loft. Þá sleppti hún sílinu, sem krían stal á auga-
bragði, þar sem það flaut á vatninu, og flaug með það heim til
sinna soltnu unga. Þannig getur lífsbaráttan verið hörð. Teistan
hristi hausinn, synti lítið eitt til að jafna sig; en flaug síðan aftur
út á Djúp til að veiða meira, í þeirri von eflaust að sleppa undan
ágengni kríunnar með næstu veiði.
Þetta atferli kríunnar í Æðey er ekkert einsdæmi. Fjölskyldan
í Æðey, sem öll hefur mikinn áhuga á fuglalífi, þekkti mjög vel
þetta atferli kriunnar, og börnin höfðu garnan af því að fylgjast
með þessu samspili. Þá daga, sem ég fylgdist með fuglalífinu á
Björnsvogi, fyrst úr felutjaldi, en síðar utan þess, var það mjög
oft að krían stal síli frá teistunni, ef hún ekki var nógu fljót að
stinga sér inn í holu sína með veiðina. Eins var það, að strax þegar
kría nálgaðist Björnsvog kom ókyrrð að teistunni, sem greinilega
gerði sér ljóst hátterni kríunnar. Þær teistur, sem voru með síli,
forðuðu sér út á Björnsvog, en aðrar niður í holur sínar. Þegar
margar kríur voru á sveimi yfir Björnsvogi flaug teistan oft beint
að holu sinni með veiðina í goggnum, án þess að setjast á voginn
fyrst, og skauzt þá strax inn að fóðra ungana, og oft tókst þetta, þótt
krían sé snör í snúningum á fluginu.
Sven-Axel Bengtson (1966) hefur skýrt frá því, að hann liafi