Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 39 En veiðiferðin endar ekki alltaf á þennan veg. Oft sá ég kríu taka á móti teistunni, þegar hún kom af sjónum með síli í goggnum. Stundum settist krían á grasbala hjá teistunni með sílið, áður en teistan hafði haft ráðrúm til að smeygja sér með veiðina inn í holuna til unganna, og þá hófst baráttan um sílið. Krían gerði aðsúg að teistunni til að ná af henni sílinu. Teistan hljóp fyrst, en flaug síðan út á Björnsvog, og kafaði með sílið í gogginum til að losna undan kríunni, sem aftur á móti neytti flugfimi sinnar og hélt sér svífandi yfir vatnsfletinum, líkt og þyrilvængja, á sama stað, með hröðum vængjaslögum. Teistan sást í tæru vatninu synda í kafi langar leiðir, en krían fylgdist með ferðum hennar og elti rétt nokkra metra fyrir ofan vatnsflötinn. Þegar teistan með sílið ennþá í gogginum kom upp aftur úr kafi til að anda, var krían komin þar, og steypti sér niður eins og örskot til að ráðast að teistunni, sem aftur bjargaði sér með því að kafa. Eftir að þessi leikur hafði endurtekið sig nokkrum sinnum, fór teistan að þreytast á sundinu neðansjávar, enda orðin þurfandi fyrir loft. Þá sleppti hún sílinu, sem krían stal á auga- bragði, þar sem það flaut á vatninu, og flaug með það heim til sinna soltnu unga. Þannig getur lífsbaráttan verið hörð. Teistan hristi hausinn, synti lítið eitt til að jafna sig; en flaug síðan aftur út á Djúp til að veiða meira, í þeirri von eflaust að sleppa undan ágengni kríunnar með næstu veiði. Þetta atferli kríunnar í Æðey er ekkert einsdæmi. Fjölskyldan í Æðey, sem öll hefur mikinn áhuga á fuglalífi, þekkti mjög vel þetta atferli kriunnar, og börnin höfðu garnan af því að fylgjast með þessu samspili. Þá daga, sem ég fylgdist með fuglalífinu á Björnsvogi, fyrst úr felutjaldi, en síðar utan þess, var það mjög oft að krían stal síli frá teistunni, ef hún ekki var nógu fljót að stinga sér inn í holu sína með veiðina. Eins var það, að strax þegar kría nálgaðist Björnsvog kom ókyrrð að teistunni, sem greinilega gerði sér ljóst hátterni kríunnar. Þær teistur, sem voru með síli, forðuðu sér út á Björnsvog, en aðrar niður í holur sínar. Þegar margar kríur voru á sveimi yfir Björnsvogi flaug teistan oft beint að holu sinni með veiðina í goggnum, án þess að setjast á voginn fyrst, og skauzt þá strax inn að fóðra ungana, og oft tókst þetta, þótt krían sé snör í snúningum á fluginu. Sven-Axel Bengtson (1966) hefur skýrt frá því, að hann liafi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.