Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 33
27
NÁTTÚ RU FRÆÐINGURIN N
Jón Jónsson:
Nokkrar aldursákvarðanir
Inngangur
Á undanförnum árum hafa verið gerðar nokkrar aldursákvarðan-
ir á gróðurleifum frá íslandi með geislakolsaðferð (C14) og hafa
nokkrar þeirra enn ekki komið fyrir almenningssjónir. Þykir því
rétt að koma þeim á framfæri nú, þar eð ætla má að nokkur bið
geti orðið á því að um þau spursmál verði fjallað, þar sem þær raun-
verulega eiga heima.
Allar þær aldursákvarðanir, sem hér verður greint frá hafa verið
gerðar á C14-rannsóknarstofu eðlisfræðideildarinnar við Uppsala-
háskóla í Svíþjóð. Hefur dr. Ingrid U. Olsson dósent haft allan veg
og vanda af því verki og kann ég henni og samstarfsmönnum henn-
ar þakkir fyrir.
Reykjanesskagi
Hverjum þeim er um Reykjanesskaga ferðast, hlýtur að verða
ljóst, að geysileg eldvirkni hefur átt sér þar stað frá því að ísöld
lauk, sem talið er, að hafi verið fyrir 10.000—15.000 árum.
Erfiðara er hins vegar að segja til um aldur einstakra hrauna,
því óvíða er hægt að ná í sönnunargögn hvað það snertir, og lítið
er þar um öskulög, sem vitað er um aldur á. Án efa hafa nokkur
gos átt sér stað á þessu svæði, eftir að land byggðist og eru skráðar
heimildir til um það, flestar séu þó óljósar. Það verður ekki rakið
hér.
Hraun við Grindavík
Norðaustur af Grindavík hefur gosið á sprungu og hefur hraun
þaðan flætt í sjó fram og myndað Þórkötlustaðanes. Hluti af hrauni
því hefur runnið út á gróna gjallhóla vestan undir Svartsengisfelli.
Gróðurleifar þessar hafa nú verið aldursákvarðaðar og er árangur-
inn sem hér segir: