Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 51
41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
þess að setjast á jörðina áður. Þetta er þó ekki hægt við allar
aðstæður. Oft er opið inn að hreiðrinu of lítið til þess. Ekki
telur Bergmann, að þetta ránsatferli stormmáfsins sé það algengt,
að það geti haft áhrif á nauðsynlegt fæðumagn teistuunganna.
Ef teistan er ekki mikið á veiðum, þá svarar það ekki fyrir-
höfninni fyrir máfinn að halda vörð um hana til að stela bráð.
Ef teistan aftur á móti er á stöðugum veiðum, þá munar ekki
dlfinnanlega um það, þótt einstaka bráð sé stolið frá henni.
Winn (1950) segir frá því, að silfurmáfur (Larus argentatus) reyni
injög sjaldan, og oftast árangurslaust, að stela bráð úr goggi
teistu á sundi, þar eð teistan kafi eldsnöggt, geti oft verið 90
sekúndur neðansjávar, og geti synt lárétt allt að 80 metra vega-
lengd á þeim tíma. — Þetta getur verið rétt þegar um silfur-
máfa er að ræða, en á Björnsvogi í Æðey er greinilegt, að krían
er slyngari í viðskiptum sínum við teistuna þar, og nær oft að
krækja sér í góðbita með því að stela frá nágranna sínum, teist-
unni.
Enginn efi er þannig á því, að í Æðey hefur krían gott af sam-
býlinu við teistuna, sem greinilega er duglegri til veiðanna en
krían, því að við sílaveiðar er sundfimi teistunnar neðan sjávar
meira virði en frábær ílugfimi kríunnar. Teista, sem ekki er með
síli í gogginum, verður hinsvegar ekki fyrir neinni áreitni kríunnar,
og þrátt fyrir þennan þjófnað kríunnar frá teistunni, þá virðist
sambýlið vera í sæmilegasta bróðerni, svona að minnsta kosti af
mannlegum sjónarhóli séð.
HEIMILDARIT
Bengtson, Sven-Axel, 1966: Nagra iakttagelser rörande pirattendenser Iios
tiirnor och trutar. Fauna och Flora, 1966, s. 24—30.
Bergmann, G., 1971: Gryll Teisten Cepphus grylle in einem Randgebiet:
Nahrung, Brutresultat, Tagesrythmus und Ansiedlung. Commentationes
Biologicae 42: 1—26.
Dunn, E. K., 1973: Robbing Behavior of Roseate Terns. The Auk 90: 641—651.
Hays, H., 1970: Common Terns pirating fish on Great Gull Island. Wilson
Bulletin 82: 99-100.
Winn, H. E., 1950: The Black Guillemots of Kent Island, Bay of Fundy. The
Auk 67: 477-485.