Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 108
98
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
Þá bar formaður upp tillögu stjórnar um að árgjald fclagsins skyldi hækkað
úr kr. 400 í kr. 1000. Var þessi tillaga samjiykkt einróma að loknum allmiklum
umræðum.
Náttúruverndarmál og afskipti Hins isl. náttúrufræðifélags af þeim voru
mjög til umræðu á fundinum og voru eftirfarandi ályktanir samjjykktar:
1. Ályktun til stjórnar félagsins um náttúruverndarstarfsemi.
Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags, haldinn í Reykjavík 22. febrúar
1975, felur stjórn félagsins að kanna á hvern hátt félagið getur unnið að raun-
hæfri eflingu náttúruverndar á íslandi (sbr. 3. gr. d). I J>ví sambandi verði
einkum endurskoðað hlutverk náttúruverndarnefndar félagsins og hugsanlegt
samstarf hennar við náttúruverndarfélög í einstökum landshlutum.
2. Ályktun til stjórnvalda um verklegar framkvœmdir og urn málmblendi-
verksmiðju i Hvalfirði.
Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags, haldinn í Reykjavík 22. febrúar
1975, beinir Jieim tilmælum til stjórnvalda, að farið sé með gát við verklegar
framkvæmdir, sem spillt geti viðkvæmri náttúru landsins.
Fundurinn vídr sérstaklega Jiau vinnubrögð, sem viðhöfð hafa verið varð-
andi fyrirhugaða málmblendiverksmiðju í Hvalfirði. Fundurinn hvetur ein-
dregið til [jess, að stjórnvöld sjái til J>ess að viðeigandi rannsóknir fari fram, og
tryggt sé, að dregið verið sem mest úr umhverfisspjöllum af völdum verk-
smiðjunnar, ef af framkvæmdum verður.
Síðarnefnda ályktunin var send í tveim samhljóða eintökum til Iðnaðarráðu-
neytisins og til formanns iðnaðarnefndar efri deildar Aljringis.
Samkomur
Alls voru haldnar 6 fræðslusamkomur á árinu. Að venju voru þar flutt
erindi um ýmis náttúrufræðileg efni og sýndar myndir erindunum til skýringar.
Á eftir erindunum urðu jafnan nokkrar umræður.
Fyrri hluta ársins voru fræðslusamkomur haldnar í 1. kennslustofu Háskóla
íslands svo sem verið hefur um mörg undanfarin ár. Haustið 1974 var 1.
kennslustofu breytt þannig, að fyrirlestrarými minnkaði til muna. Varð Jjá
félagið að leita í annað luisnæði til samkomulialds og voru tvær seinustu sam-
komurnar haldnar í stofu 101 í Lögbergi, húsi Lagadeildar Háskóla íslands.
Fyrirlesarar og erindi voru sem hér segir:
Janúar: Agnar Ingólfsson, prófessor: Um fjörulíf.
Febrúar: Jón Jónsson, jarðlræðingur: Um eldfjöll og jarðhræringar í Nicara-
gua.
Mars: Ævar Petersen, dýrafræðingur: Um lifnaðarhætti sendlingsins.
April: Sigurður Steinþórsson, jarðfræðingur: Um Snæfellsjökul og Snæfellsnes.