Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 12
6
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
tegundir eru mjög eitraðar
og geta þær verið lífshættulegar
mönnum. Dæmi: Velella, Phys-
alia.
Nokkrar athuganir á útbreiðslu
hveldýra við Suðvesturland
Á tímabilinu marz 1971 til
apríl 1972 safnaði ég þeim hvel-
dýrum, sem verða talin upp hér
á eftir. Söfnunin fór einungis
fram í fjörum, ef frá er talin
ferð, sem farin var með rann-
sóknaskipinu Bjarna Sæmunds-
syni 3. október 1971 í Garðsjó
(64° 05'N, 22° 31' V, dýpi um 35 m). f þeirri ferð var safnað hvel-
dýrum, sem komu með botnvörpu. Sambýlin nxu í flestum til-
fellurn á dauðum kúskeljum. Alls fengust 9 tegundir í ferðinni,
4 þeirra fann ég einnnig víða reknar á fjörur. í fjörum fann ég
annars 16 tegundir. Nokkrar þeirra fundust aðeins reknar á fjör-
ur.
Söfnunin lór að mestu fram á Reykjanesskaga, frá Seltjarnarnesi
og suður til Grindavíkur. Auk þess var nokkru efni safnað á Búð-
um og Hellnum á Snæfellsnesi, en af þeim fjörum, sem ég hef
hingað til kynnzt, er fjaran á Hellnum auðugust af hveldýrum.
Hveldýrin fundust helzt á neðra borði flatra steina neðarlega í
fjöru, í fjörupollum og á hrossaþara (Laminaria). Þá fundust þrjár
tegundir einnig á steinum og þangi, einkum klóþangi (Ascophyllum
nodosum) allt upp að miðfjöru.
Hér á eftir verða skráðar þær tegundir, sem ég fann, og fundar-
staðir þeirra. Fundardagar verða látnir liggja á milli hluta í þessari
upptalningu. Aðrar upplýsingar um útbreiðslu eru fengnar frá
Kramp 1938 („The Zoology of Iceland").