Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 59
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
49
undblaðarósina, og þar sem burknarnir mynda ekki samfelldar
breiður í dældunum, en bil verða á milli brúskanna, þar vaxa
stundum ýmsar tegundir úr jurtastóðunum, til dæmis fjandafæla
(Gnaphaliurn norvegicum).
Jurtastóðin eru xnjög áberandi eins og áður var sagt og setja
höfuðsvip á þetta svæði. Þau eru mjög útbreidd um neðanverðar
hlíðar og á láglendi, aðallega í lautum og lægðum. Aðaltegundirnar
eru víðast þær sömu, nefnilega maríustakkar, aðallega hnoðamaríu-
stakkur (Alchemilla glomendans), blágresi (Geranium sylvaticum),
brennisóley, smjörgras (Bartsia alpina), fjandalæla, ætihvönn (An-
gelica archangelica), kornsúra (Polygonum viviparum), burnirót
(Rhodiola rosea), bugðupuntur (Deschampsia flexuosa), ilmreyr
CAnthoxanthum odoratum) og reyrgresi (Hierochloe odorata), finn-
ungur (Nardus stricta), fjallafoxgras (Phleum cornmutatum), tún-
súra (Rumex acetosa), túnfíflar (Taraxacum) og undafíflar af fella-
fífilsdeildinni (Hieracium alpinum). En sums staðar koma íleiri
tegundir við sögu, t. d. vaxa barnarót (Coeloglossum viride) og
friggjargras (Platanthera hyperborea) oft í slíkum jurtastóðum, og
jafnvel brönugrösin (Dact.ylorhiza maculata) sjálf, svo eitthvað sé
nefnt, og jafnvel burknar vaxa oft innan um blómplönturnar þó
ekki sé beinlínis hægt að tala um bui'knastóð. Þá má ekki gleyma
einni tilkomumestu plöntutegund landsins, skrautpuntinum, sem
venjulega gnæfir hátt yfir aðrar tegundir jurtastóðsins þar sem
liann vex, en blöð hans eru mjög breið og löng af grasblöðum að
vera, ljósblágræn að lit og stráið getur orðið vel yfir tvo metra á
hæð og endar í stórum keilulaga punti með mjög löngum greinum
og smáum Ijós-gulgrænum smáöxum.
Birki (Betula pubescens) er ekki algengt á Hornströndum. Aust-
antil hefur það ekki fundist norðar en í Barðsvík (Áskell Löve,
1948a); vestantil veit ég ekki með vissu hvar norðurmörkin eiu,
en hef þó sjálfur séð bii'ki í um það bil 100 m hæð í norðurhlíðum
Rekavíkur bak Látur og ekki er ósennilegt að birki vaxi einnig í
Fljótum. Þaðan frá og austur að Barðsvík tel ég vafasamt að birki
liafi nokkurn tíma vaxið, það svæði sé hreinlega norðan útbreiðslu-
mai'ka birkisins hér á landi. í Jökulfjörðum vex birki aftur á móti
á nokkrum stöðum, m. a. í botni Veiðileysufjarðar og Lónafjarðar,
þar sem það vex einkum i skjólsælum lautum, birkilautum, svipað
og á Hornströndum, og virðist ekki ná meiri hæð en þykkt snjó-