Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 68
58
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURIN N
Opið bréf til áhugamanna um útbreiðslu
plöntutegunda
Grasafræðideild Náttúrufræðistofnunar Islands og Náttúrugripa-
safnið á Akureyri hafa ákveðið að gera tilraun með skipulagningu
samstarfs áhugamanna um könnun á útbreiðslu villtra íslenskra
plantna. Markmiðið er að safna upplýsingum um plöntur sem
víðast af landinu, og fylla upp í skörð þeirrar gloppóttu þekking-
ar, sem við nú höfum, og láta síðan gera útbreiðslukort allra ís-
lenskra plantna, sem byggt væri á því 10 X 10 km reitkerli, sem
lýst er í Náttúrufræðingnum árið 1970. I mörgum nágrannalönd-
um okkar er unnið að sams konar verki og er sums staðar lokið,
eins og t. d. í Bretlandi. Þýðing rannsókna sem þessara fer vax-
andi, eftir því sem áhrif mannsins á náttúrleg gróðurlendi verða
meiri, svo sem með aukinni áburðargjöf og sáningu í úthaga.
Einnig eru þær nauðsynlegur grundvöllur fyrir störf í þágu um-
hverfisverndar. Að sjálfsögðu mun það taka mörg ár, að ná loka-
markinu með kortlagningu, og það verður aðeins kleift með góðu
samstarfi við áhugamenn sem víðast af landinu.
Með bréfi þessu viljum við kanna áhuga á þátttöku í þessu
starl'i, og biðjum þá, sem telja sig hafa áhuga og tíma til að sinna
því að einhverju leyti að hafa samband við Grasafræðideild Nátt-
úrufræðistofnunar íslands eða Náttúrugripasafnið á Akureyri.
Að sjálfsögðu þurfa þeir, sem taka vilja þátt í þessu starfi, að
hafa nokkuð góða þekkingu á íslenskum plöntum og áhuga á að
bæta við þá þekkingu sem fyrir er. Þó er engan veginn nauðsyn-
legt, að þeir þekki allar íslenskar plöntur eða meiri hluta þeirra,
hitt er nauðsynlegra, að þeim séu vel ljós takmörk sinnar þekk-
ingar, þ. e. hvar hún er örugg og hvar óörugg. Þeir þurfa að geta
notað Flóru íslands eða íslenska ferðaflóru til greiningar, og
æskilegt er að þeir hafi salnað einhverju af plöntum. Flóra íslands
er seld í Bókabúð Stefáns Stefánssonar í Reykjavík.
Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar íslands og Náttúrugripa-
safnsins á Akureyri munu reiðubúnir að leiðbeina um greiningu