Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 68

Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 68
58 NÁTTÚ RUFRÆÐINGURIN N Opið bréf til áhugamanna um útbreiðslu plöntutegunda Grasafræðideild Náttúrufræðistofnunar Islands og Náttúrugripa- safnið á Akureyri hafa ákveðið að gera tilraun með skipulagningu samstarfs áhugamanna um könnun á útbreiðslu villtra íslenskra plantna. Markmiðið er að safna upplýsingum um plöntur sem víðast af landinu, og fylla upp í skörð þeirrar gloppóttu þekking- ar, sem við nú höfum, og láta síðan gera útbreiðslukort allra ís- lenskra plantna, sem byggt væri á því 10 X 10 km reitkerli, sem lýst er í Náttúrufræðingnum árið 1970. I mörgum nágrannalönd- um okkar er unnið að sams konar verki og er sums staðar lokið, eins og t. d. í Bretlandi. Þýðing rannsókna sem þessara fer vax- andi, eftir því sem áhrif mannsins á náttúrleg gróðurlendi verða meiri, svo sem með aukinni áburðargjöf og sáningu í úthaga. Einnig eru þær nauðsynlegur grundvöllur fyrir störf í þágu um- hverfisverndar. Að sjálfsögðu mun það taka mörg ár, að ná loka- markinu með kortlagningu, og það verður aðeins kleift með góðu samstarfi við áhugamenn sem víðast af landinu. Með bréfi þessu viljum við kanna áhuga á þátttöku í þessu starl'i, og biðjum þá, sem telja sig hafa áhuga og tíma til að sinna því að einhverju leyti að hafa samband við Grasafræðideild Nátt- úrufræðistofnunar íslands eða Náttúrugripasafnið á Akureyri. Að sjálfsögðu þurfa þeir, sem taka vilja þátt í þessu starfi, að hafa nokkuð góða þekkingu á íslenskum plöntum og áhuga á að bæta við þá þekkingu sem fyrir er. Þó er engan veginn nauðsyn- legt, að þeir þekki allar íslenskar plöntur eða meiri hluta þeirra, hitt er nauðsynlegra, að þeim séu vel ljós takmörk sinnar þekk- ingar, þ. e. hvar hún er örugg og hvar óörugg. Þeir þurfa að geta notað Flóru íslands eða íslenska ferðaflóru til greiningar, og æskilegt er að þeir hafi salnað einhverju af plöntum. Flóra íslands er seld í Bókabúð Stefáns Stefánssonar í Reykjavík. Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar íslands og Náttúrugripa- safnsins á Akureyri munu reiðubúnir að leiðbeina um greiningu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.