Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 44
38
N ÁTTÚ RU F RÆÐINGURINN
1. mynd. Teista með síli í goggnum á flótta undan kríu, á leið niður á Björns-
vog. Ljósm. Hjálmar R. Bárðarson.
burði fram yfir teistuna. Björnsvogur heitir lítið sjávarlón í Æðey.
Þar kemur sjór aðeins inn á stórstraumsflóði, en ella er vatnsborð
þessa lóns óbreytt. Kring um Björnsvog er grasi gróin urð, þar
sem teistan á sér bústaði svo til ein, að frátöldum tveimur lunda
fjölskvldum. Teistan flýgur út að ströndum Æðeyjar og leitar
þar fanga, kemur aftur fljúgandi með síli eða smáfisk, stundum
lítinn flatfisk, í gogginum.
Oft sezt hún fyrst á Björnsvog, syndir síðan eftir nokkra um-
hugsun upp að bakka vogsins, hleypur upp grasi grónar brekk-
urnar, spókar sig litla stund og horfir yfir voginn með sílið í
gogginum, en þegar allt virðist friðsælt, tekur hún aftur á rás,
hleypur spöl, og hverfur síðan snögglega niður í einhverja lioluna
undir steini í urðinni, þar sem hún matar soltna unga. Ótrúlega
fljótt kemur hún út aftur, hvílir sig um stund og ræðir við
nágrannana um ágæti veiða og veður, áður en hún leggur aftur
af stað í nýja veiðiferð.