Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
9
8. Cuspidella humilis Hincks (9. mynd). Garðsjór. Fundin sem
ásæta á hveldýrinu Hydrallmania falcata. — Áður iundin við
Reykjavík og Akranes.
9. Campanulina lacerata (Johnston) (11. mynd). Ósar nærri Höfn-
um, Álitanes, Kópavogur. Fundin á mosadýrum (Bryozoa),
neðan á steinum og á hrossaþara. — Hún er bundin við fjöru
og áður aðeins fundin í Reykjavík.
10. Calicella syringa (Iánné) (12. mynd). Garðsjór, Hellnar. Fund-
in sem ásæta á hveldýrunum Hydrallmania falcata, Sertularia
tenera og Abietinaria filicula og á mosadýrum. — Hún er
fundin víða umhverfis land, næstum alltaf sem ásæta á öðrum
hveldýrum.
11. Halecium halecinum (Linné) (13. mynd). Hellnar. Fundin
rekin á fjöru. — Hefur áður fundizt frá Vaðlavík (A), við Suð-
urland og vestur að Akranesi.
12. Halecium beani Johnston (14. mynd). Garðsjór. Eitt sambýli
á öðuskel. — Fundin frá Meðallandsbugt vestur í Kolgrafafjörð.
13. Scrtularella tricuspidata (Alder) (15. mynd). Reykjanestá. Að-
eins hluti af dauðu sambýli fannst sjórekinn. — Fundin víða
umhverfis landið. Þetta er algengasta hveldýrið í íshafinu.
14. Sertularella rugosa (Linné) (16. mynd). Ósar nærri Höfnum,
Hellnar. — Fundin víða frá Grindavík til Breiðafjarðar.
15. Sertularella tenella (Alder) (17. mynd). Garðsjór. Eitt lifandi
sambýli með nokkrum skúfum lannst á öðuskel. — Tegundin
hefur ekki fundizt áður hér við land, en hún hefur fundizt við
suðurhluta Grænlands, við Færeyjar og eittlrvað norður með
ströndum Noregs.
16. Dynamena pumila (Linné) (18. mynd). Grindavík, Ósar nærri
Höfnum, Álftanes, Arnarnes, Kópavogur, Grótta, Búðir, Helln-
ar. Fundin á steinum, hrossaþara og klóþangi. — Tegundin er
bundin við fjöru og er þar algengust allra hveldýra, vex næst-
um hvar sem er í fjörunni upp að miðfjöru, á steinum, klett-
um og ýmsum þörungum, einkum klóþangi og hrossaþara.
Hún er algengust á svæðinu frá Ingólfshöfða og vestur að Arnar-
firði.