Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 54
44 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Enda setja þau höfuðsvipinn á gróðurinn í þessum norðlæga lands- hluta, sem er smám saman að líkjast ósnortnu landi meir og meir. Heilar fjallahlíðar eru þar blá- og gulflikróttar af blómskrúði frá fjöru upp í skriður og kletta. Byggðarinnar sér þó enn víða stað og ræktunarinnar sem henni fylgdi, jafnvel á stöðum þar sem engin ræktun hefur verið í 30—40 ár og enda þótt þar hafi aldrei verið gott land til ræktunar vegna snjóþunga og annara þátta veðurfarsins, sem gera túngrösum erfitt uppdráttar. Það eru heldur ekki túngrösin sjálf, sem mest ber á umhverfis bæjarstæði og á gömlum túnstæðum, heldur fyrst og fremst sóleyjar, þ. e. brennisóley (Ranunculus acris), sem lengst af hefur reyndar verið talin illgresi í túnum, og skriðsóley (Ranun- culus repens), alræmt garðaillgresi. En þær kunna vel við sig í næringarríkum jarðvegi og hafa víða komið sér vel fyrir, þar sem áburður er enn í jörðu frá fyrri árum. Einmitt þetta tvennt, blómskrúðið í brekkunum og sóleyja- breiðurnar umhverfis bæjarstæðin, finnst mér mest áberandi við fyrstu sýn í gróðurfari Hornstranda og Jökulfjarða eins og það er nú, þó fleira komi þar til, sem getið verður um hér á eftir. Háplöntuflóra þessa svæðis er býsna fjölskrúðug miðað við að- stæður, þ. e. fjöldi þeirra tegunda sem þar vaxa er allmikill. Á ferðum mínum um þetta svæði lief ég alls fundið þar 212 tegundir háplantna, þ. e. a. s. blómplantna og byrkinga, ef túnfíflar og undafíflar eru ekki taldir með. Ingólfur Davíðsson (1937) getur alls 193 tegunda háplantna frá Hesteyri og Aðalvík, þar af eru 9 tegundir sem ég hef ekki fundið. I skrá sinni frá 1948 telur Áskell Löve 274 tegundir, að meðtöldum 14 fíflum og undafíflum, vaxa á svæðinu frá Hornvík til Barðsvíkur. Af þeim eru 45 sem ég hef ekki rekist á, meira að segja sumar taldar algengar. 23 þess- ara tegunda tel ég líklegast að vaxi á þessu svæði nú, en hinar 22 vafasamar af ýmsum ástæðum. Niðurstaðan verður því sú, að ég tel 244 tegundir háplantna vaxa villtar á þessu svæði með nokkuð góðri vissu, og að auki einhverjar tegundir fífla og undafífla, svo heildarfjöldinn verður einhvers staðar á milli 250 og 260, senni- lega nær 260. Meðal þeirra vafasömu tegunda, sem Áskeli Liive telur sig hafa fundið á þessum slóðum sumarið 1932 (sbr. Á. Löve, 1947, 1948a, 1948b og Á. og D. Löve, 1956), eina sumarið, sem hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.