Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 66
56
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
ast gjóskunni við það, að sjór haii runnið inn í gígana, milli spreng-
inga, sem síðar dreifðu blöndunni umhverf'is gígana eftir því sem
afl þeirra nægði tif að dreifa henni um gjallhaugana.
Þá er bein afleiðing þeirra svara að spurt sé hvaða líkur séu til-
tækar, sem bendi til þess, að sú kenning geti staðist, þ.e. að slíkar
aðstæður hafi verið fyrir hendi, þegar nmrædd fjöll hlóðust upp. í
stuttu máli verða rök mín iyrir því eftirfarandi: Ég hef áður birt
í Náttúrufræðingnum tvær greinar um steingerðar sæskeljar í mýr-
dalska móberginu (E. H. Einarsson 1962 og 1967). Ennfremur er
til mjög merkileg ritgerð eftir Jóhannes Áskelsson jarðfræðing um
sama efni. (J. Áskelsson 1960).
Meðal annars er sú niðurstaða, sem fram kemur í þessum skrifum
okkar Jóhannesar, að alllengi áður en núverandi Mýrdalsfjöll tóku
að myndast hafi sjór náð a.m.k. sem svarar miðja vegu þeirrar
vegalengdar, sem nú er frá sjávarborði að jökli. Sönnun þess teljum
við sjávarseltubrotin, sem komið hafa upp í gosum í Pétursey, heið-
arbrúninni sunnan við Skammdalsheiði (Brún) og í Núpum í
Höfðabrekkuheiði.
Ef athuguð er afstaða þessa þriggja staða við þá staði, sem taldir
eru í sambandi við saltútfellinguna, kemur í ljós ef dregin er gleið-
boga lína norðan við Pétursey og í Núpa en sunnan við Skamma-
dalskamba, verða allir staðirnir, sem saltútfellingin er í, sunnan
þeirrar línu, nema vesturbarmur Klifandagils, en eftir legu berg-
laga og útlits þeirra á því svæði er mjög líklegt að sjór hafi náð
þar lengra til norðurs en annarstaðar í Mýrdal, áður en neðan-
sjávargosin hófust á núverandi suðurhluta Mýrdalsins.
Eftir að ljöll þau er saltútfellingin er í, hafa myndast, hefur jökull
gengið yfir allt svæðið, sem um ræðir. Hafa þá trúlega myndast
Norðurheiðarfjöllin og náð þá að tengjast sumum af eldri strand-
ljöllunum þó þau hafi áður verið sjálfstæð fjöll eða eyjar.
Að lokum er rétt að láta þess getið að Menntamálaráð veitti mér
nokkurn styrk til rannsókna á saltútfellingunni, sem skylt er að
þakka.