Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 58
48
N Á T T ÚRUFRÆÐINGURINN
(Papaver radicaturn) eru víða, jöklaklukka (Cardamine bellidifolia)
er nokkuð algeng og sums staðar vaxa mosalyng (Harrimanella
hypnoides), fjallasmári (Sibbaldia procumbens) og skollafingur
(Huperzia selago) nokkuð hátt uppi, einnig grasvíðir (Salix herba,-
cea) og grávíðir (Salix callicarpaea). í fjöllunum milli Furufjarðar
og Hrafnsfjarðar hef ég Furufjarðarmegin aðeins fundið um 30
tegundir háplantna ofan 500 m hæðar, en annars staðar enn færri,
svo tegundafjöldinn er ekki mikilk
í neðanverðum hlíðunum er hér oft erfitt, eins og annars staðar
á Norðvesturlandi, að draga skörp mörk milii gxóðurlenda. Snjóa-
lög eru mikil eins og áður var sagt og mörk milli eiginlegra snjó-
dælda og jurtastóða verða af þeim orsökum óglögg. Leysingavatn
í hlíðum verður oft mikið og áhrifa þess á gróðurinn gætir meiri
hluta vaxtartímabilsins, með þeim afleiðingum að mörk jurtastóða
og mýra geta líka orðið óglögg. Sömu sögu er ennfremur að segja
um jurtastóð og lynggróður, eða mólendi, þar eru mörkin ekki
alltaf skörp heldur.
Melar eru ekki eins víða hér um neðanverðar hlíðar og við
mætti búast, fremur en annars staðar á Norðvesturlandi (sbr. Stein-
dór Steindórsson, 1946), snjórinn og ef tii vill friðunin undanfarin
ár sjá um það. Fjallategundirnar, sem áður voru taldar, ná einnig
niður á þessa mela, jafnvel niður undir sjó. Mjög mikið vex líka
af ljónslappa (Alchemilla alpina) á þeirn stöðum þar sem fannirnar
eru þynnstar á veturna og meira en í flestum öðrum landshlutum.
Ljónslappi nær jafnframt niður í snjódældirnar, sem eru hér
mjög algengar og að mestu vaxnar sömu tegundum og annars
staðar á landinu, nefnilega grámullu (Gnaphalium supinum),
fjallasmára, grasvíði, fjalladeplu (Veronica alpina) og fjalladúnurt
(Epilobium anagallidifolium), en oft er allmikið um skollafingur
og stunduin litunarjafna í snjódældunum. Sérstæðar eru burkna-
dældirnar eða burknastóðin, en þau eru einkennandi fyrir Norð-
vesturland og útskaga norðanlands; slíkar dældir eru oft barma-
fullar af samfelldum burknagróðri, sem iðulega nær ]/> m hæð eða
jafnvel meira. Nærri undantekningarlaust er það þúsundblaðarós,
sem myndar þessi burknastóð í hlíðum á Hornströndum og í Jökul-
fjörðum, en niðri á láglendi kemur fjöllaufungur þó hér og þar í
stað hennar. Aðrar plöntur eru hér lítt áberandi, samanborið við
burknana, en stundum vex nokkuð af skollafingri innan um þús-