Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 8
2
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
Bygging hveldýra
Það er sameiginlegt öllum holdýrum, að bygging þeirra er geisl-
ótt og þau eru gerð úr aðeins tveimur frumulögum, útlagi (ecto-
derm) og innlagi (endoderm). Á milli þeirra er hlaupkennt efni,
miðglot (mesogloea), með tauganeti og oft stökum frumum.
Dæmigerð holdýr hafa tvö lífsferilsstig, botnsætinn holsepa (pó-
lýp) og sundstig, hvelju (medusa). Holsepar hafa munnop á efri
enda og veiðiarma umhverfis það. Neðri endinn er ýmist festur
við botn (svipað og sæfíflar) eða tengdur við aðra sepa með vef-
serk (coenosarc), — sambýlismyndun hjá hveldýrum og kóraldýr-
um. Inni í sepanum er holrúm, þar sem melting fæðunnar fer að
mestu fram. í sumum frumum útlagsins eru sérstök líffæri, sting-
hylki (nematocysta), sem skjóta úr sér þráði við snertingu. Eru
þau bæði notuð til varnar og við fæðuöflun. í veiðiörmunum sitja
stinghylkin þéttast, og valda eiturefni úr þeim lömun bráðarinnar.
Sum hveldýr hafa hveljustig. Hveljan svífur um í sjónum, líkt
og örsmá marglytta. Hveljan hefur munnop á neðra borði og oft
jafnvægisskynfæri (statocysta) í jöðrunum. Hún hefur einnig kyn-
kirtla og sér um kynæxlunina. Marglyttur eru miklu stærri og
flóknari í byggingu, en eru annars í megindráttum svipaðar hvelj-
um hveldýra í útliti.
Heimkynni langflestra holdýra eru í sjó. Hveldýr eiga þó full-
trúa í fersku vatni, en meðal þeirra er Hydra, sem enn hefur ekki
hlotið viðunandi heiti á íslenzku. Hydra
er eiuna einföldust af hveldýrum. (1.
mynd). Einstaklingarnir eru stakir, en
mynda ekki sambýli, eins og langflest
önnur hveldýr, og geta þeir fært sig úr
stað.
Laomedea fíexuosa (5. mynd) er algeng
tegund í fjörum hér við land, og er hún
dæmigert hveldýr. Laomedea myndar
sambýli á þann hátt, að renglur (stolon)
vaxa þétt við undirlagið, til dæmis steina.
Upp úr renglunum vaxa stofnar hér og
þar upp í sjóinn. Á hverjum stofni eru
margir einstaklingar, tengdir saman af
vefserk. Utan um allt sambýlið er veggur
J. mynd. Hydra, tíl liægri er
þerskurðarmynd, sem sýnir
frumulögin tvö.