Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 51

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 51
41 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þess að setjast á jörðina áður. Þetta er þó ekki hægt við allar aðstæður. Oft er opið inn að hreiðrinu of lítið til þess. Ekki telur Bergmann, að þetta ránsatferli stormmáfsins sé það algengt, að það geti haft áhrif á nauðsynlegt fæðumagn teistuunganna. Ef teistan er ekki mikið á veiðum, þá svarar það ekki fyrir- höfninni fyrir máfinn að halda vörð um hana til að stela bráð. Ef teistan aftur á móti er á stöðugum veiðum, þá munar ekki dlfinnanlega um það, þótt einstaka bráð sé stolið frá henni. Winn (1950) segir frá því, að silfurmáfur (Larus argentatus) reyni injög sjaldan, og oftast árangurslaust, að stela bráð úr goggi teistu á sundi, þar eð teistan kafi eldsnöggt, geti oft verið 90 sekúndur neðansjávar, og geti synt lárétt allt að 80 metra vega- lengd á þeim tíma. — Þetta getur verið rétt þegar um silfur- máfa er að ræða, en á Björnsvogi í Æðey er greinilegt, að krían er slyngari í viðskiptum sínum við teistuna þar, og nær oft að krækja sér í góðbita með því að stela frá nágranna sínum, teist- unni. Enginn efi er þannig á því, að í Æðey hefur krían gott af sam- býlinu við teistuna, sem greinilega er duglegri til veiðanna en krían, því að við sílaveiðar er sundfimi teistunnar neðan sjávar meira virði en frábær ílugfimi kríunnar. Teista, sem ekki er með síli í gogginum, verður hinsvegar ekki fyrir neinni áreitni kríunnar, og þrátt fyrir þennan þjófnað kríunnar frá teistunni, þá virðist sambýlið vera í sæmilegasta bróðerni, svona að minnsta kosti af mannlegum sjónarhóli séð. HEIMILDARIT Bengtson, Sven-Axel, 1966: Nagra iakttagelser rörande pirattendenser Iios tiirnor och trutar. Fauna och Flora, 1966, s. 24—30. Bergmann, G., 1971: Gryll Teisten Cepphus grylle in einem Randgebiet: Nahrung, Brutresultat, Tagesrythmus und Ansiedlung. Commentationes Biologicae 42: 1—26. Dunn, E. K., 1973: Robbing Behavior of Roseate Terns. The Auk 90: 641—651. Hays, H., 1970: Common Terns pirating fish on Great Gull Island. Wilson Bulletin 82: 99-100. Winn, H. E., 1950: The Black Guillemots of Kent Island, Bay of Fundy. The Auk 67: 477-485.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.