Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 37

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 37
Jóhannes Björnsson, Ytri Tungu: Um örnefnaflutning á Tjörnesi Mörg íslensk örnefni eru hin mestu snilliyrði, skýr staðarlýsing eins og mynd á tjaldi og sunt vafalaust jafn- gömul landnáminu. Til þeirra hafa ýmsir íslensku- og sögugrúskarar sótt mikilsverðan feng. Smalanum og jarð- fræðingnum eru þau jafn nauðsynleg og skákmeistaranum heiti reitanna á taflborðinu. Okkur ber því að við- hafa rnikla aðgæslu í allri meðferð þeirra, forðast að afbaka þau, flytja úr stað, eða láta önnur ný skipa þeirra gantla rétta sæti. Allt slíkt er til tjóns. Því ntiður hendir þetta stundum jafnvel hina ágætustu menn, vegna ókunnugleika, og hefur þá venjulega reynst torsótt að leiðrétta villur, sem komist hafa inn á uppdrætti eða bæk- ur. Nýlega eignaðist ég ljósrit af rit- gerð Guðmundar G. Bárðarsonar, jarðfræðings: A Stratigraphical Sur- vey ol' the Pliocene Deposits at Tjör- nes in Northern Iceland, sem gefin var út í Kaupmannahöfn 1925 og hef- ur síðan verið eins konar biblía þeirra jarðfræðinga, er ritað hafa urn jarð- fræði Tjörness, og því ákaflega oft til hennar vitnað og upp úr henni tekið. Bókinni fylgir mjög stórt kort af eldri hluta Tjörneslaganna, sem Guðmund- ur rannsakaði ítarlega fyrstur manna. Á þetta kort liafa slæðst nokkrar vill- ur, sem síðan hafa verið endurteknar af öðrum, t. d. þýska jarðfræðingnum Friedrich Strauch (1963). Eftirfarandi athugasemdir mínar eru við það mið- aðar, að lesendur liafi áðurnefndan uppdrátt Guðmundar í höndum. Ég byrja þá við Köldukvísl og held norð- ur strandlengjuna. Guðmundur nefnir höfðann norð- an Köldukvíslar Tungugerðishöfða. Hann heitir Grœnhöfði og gras- hvammurinn framan í honum Hús- torfa, en ekki Tungugerðistorfa. Þar sér vel fyrir fjárhústóftum. Grasigrónum hjalla rétt norðan Rekár gefur Guðmundur nafnið Rek- árkinn. Þetta örnefni fellir Strauch niður, en tekur inn á kort sitt hið rétta: Sandhvilft. 1 Hringverstúninu, rétt sunnan bæj- ar, er uppspretta: Lindin, og frá henni lækur, sem myndað hefur tölu- vert gildrag, er vel sér fyrir í bakka- brúninni. Þessi læna heitir Lindar- lœkur, nefndur Hringverslækur á korti Guðmundar. Sýnilega hefur Strauch haft spurnir af Lindarlækjar- nafninu, því hann setur það niður sunnarlega í Hringvershvilft. Þar er enginn lækur. Annar lækur, sem er vatnsbólið á Náttúrufræðingurinn, 47 (1), 1977 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.