Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1978, Síða 3

Náttúrufræðingurinn - 1978, Síða 3
Náttúrufrceðingurinn ■ 47 (3—4), 1977 • Bls. 129—204 ■ Reykjavík, mai 1978 Haukur Jóhannesson: Þar var ei bærinn, sem nú er borgin Inngangur Á Snæfellsnesi eru nokkrar virkar raegineldstöðvar og er Snæfellsjökull þeirra þekktust. Á innanverðu nesinu er eldstöð, sera hefur verið allvirk á nútíma. Hún hefur verið kennd við Ljósufjöll. Eldstöðin situr fyrir miðju brotabelti, sem liggur frá Norðurár- dal í Borgarfirði að Ljósufjallaklas- anum. Á þessu svæði dreifa eldvörpin sér á nokkuð breitt belti. Utan við Ljósufjöll raða þau sér á nær beina línu, er liggur vestur í Hraunsfjörð. Á þessari línu eru m. a. Kothrauns- kúla, Rauðakúla í Kerlingarskarði, Kerlingarfjall, Grímsfjall o. fl. Á nú- tíma hafa runnið unr 20 hraun, sem tengja má Ljósufjallaeldstöðinni, og eru sex þeirra í Hnappadal (1. nrynd). Hraunin í Hnappadal eru misstór, bæði að flatarmáli og rúmmáli (sjá töflu), og er Eldborgarhraunið þeirra langstærst. I þessari grein verður greint frá athugunum á Eldborgar- lirauni og Rauðhálsalnauni, gossögu þeirra og aldri. Fátt hefur verið ritað um þessi tvö hraun. Einria helst er að vísa í grein Jóhannesar Áskelssonar (1955) um Eldborg og Eldborgar- hraun og grein Þorleifs Einarssonar (1970) um jarðfræði Hnappadalssýslu. Jóhannes telur Eldborgarhraunið myndað í tveimur gosurn, öðru for- sögulegu og hinu á landnámsöld og setur fram rök því til stuðnings. Þor- leifur lýsir öllum hraunum í Hnappa- dal og telur þau flest mynduð fyrir 2000—3000 árum, en færir engin frek- ari rök fyrir því en geislakolsaldur Syðri-Rauðamelskúlu. Öll Jressi hraun að tveimur undanskildum (Rauðhálsa- TAFLA I Stœrð og rúmmál nútimahrauna í Hnappadal. Eldborgarhraun 33.4 km2 1.00 km2 Rauðhálsahraun 12.7 — 0.19 — Barnaborgarhraun 9.5 — 0.14 — Gullborgarhraun 14.6 — 0.29 — Rauðamelshraun 2.7 — 0.11 — Hálsahraun 2.3 — 0.09 — Náttúrufræðingurinn, 47 (3—4), 1977 129 9

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.